Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 9
7SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
umfjöllun undir yfirskriftinni ,,Í skóglausu landi
vantar skóg“ og Morgunblaðið helgaði Ári skóga
sérblað þann 29. apríl. Allt árið birtust svo öðru
hvoru greinar og fréttaskot í Bændablaðinu og fleiri
blöðum, auk heimasíðu Árs skóga, þar sem leitast
var við að minna á áherslur Sameinuðu þjóðanna í
samhengi ýmissa viðburða.
Við upphaf Árs skóga var leitað til Nýsköpun-
armiðstöðvar Íslands (NMÍ) og varð úr því farsæl
samvinna um ráðstefnuna Íslenska skógarauðlindin
– skógur tækifæra. Ráðstefnan var haldin 28. apríl
og voru þar flutt 16 erindi sem öll eru aðgengileg
a.m.k. út árið 2012 á vef Árs skóga. Markmið ráð-
stefnunnar var að huga sérstaklega að möguleikum
og mikilvægi úrvinnslu úr íslenskum skógum. Val á
fyrirlesurum endurspeglaði ,keðjuna’ frá hrávöru til
markaðar og var fjallað um tækifæri og takmarkan-
ir íslenskrar viðarframleiðslu. Ráðstefnugestir voru
alls 117 og var sérstaklega ánægjulegt að sjá arki-
tekta og iðnhönnuði í hópnum og að finna áhuga
þeirra og vilja til að nýta íslenska efniviðinn. Fram-
lag NMÍ til ráðstefnunnar og undirbúnings hennar
var endurgjaldslaust og ómetanlegt, t.d. var kynning
á ráðstefnunni á vef þeirra og póstlistakynning á net-
inu. Undir lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræð-
ur um áherslur og atriði til áframhaldandi vinnu við
þróun úrvinnslu úr íslenskum skógum. Áhugavert
væri að koma á þverfaglegum hópi í samstarfi við
NMÍ til að vinna áfram með þær mörgu og áhuga-
verðu hugmyndir sem fram komu á ráðstefnunni
og til að viðhalda og styrkja þá mikilvægu tengingu
milli hrávöruframleiðenda og hönnuða sem þarna
náðist. Birtist þessi tenging t.d. í því að Toppstöð-
in, frumkvöðlasetur vöruhönnuða, fékk Jón Guð-
mundsson, plöntulífeðlisfræðing og einn frummæl-
Frá ráðstefnunni Íslenska skógarauðlindin – skógur
tækifæra. Mynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir.
enda á ráðstefnunni, til að vera með hádegiserindi
og fjalla um kosti og galla trjátegunda til smíðavið-
ar. Erindið var mjög vel sótt en Jón leggur áherslu á
að viður lauftrjáa sé verðmætasti smíðaviðurinn sem
nota megi á fjölbreyttari hátt en við barrtrjáa, t.d.
með formun við gufuhitun og pressun. Ljóst er að
samtal um verkefni, væntingar og vænlegar viðar-
tegundir þarf að vera viðvarandi milli hrávörufram-
leiðenda og markaðarins.
Dagur umhverfisins árið 2011 var tileinkaður
skógum í tilefni af Ári skóga og var dagskrá í Þjóð-
menningarhúsinu þann 28. apríl. Þar fluttu m.a. er-
indi Jón Loftsson og undirrituð. Umhverfisráðherra,
Svandís Svavarsdóttir, opnaði um leið heimasíðuna
www.arskoga2011.is sem Maríanna Friðjónsdóttir
hannaði og heldur utan um.
Í júníbyrjun gáfu SÍ og Arion banki út kortið Rjóð-
ur í kynnum, en í því er að finna upplýsingar um 50
útivistarskóga um land allt. Kortinu var dreift end-
urgjaldslaust víða um land.
Um miðjan júlí var samkeppnin Af jörðu -
duftker úr íslenskum viði kynnt og var skilafrestur
til októberloka. Þátttaka var vonum framar
því alls bárust 28 ker í keppnina frá 11 aðilum.
Þriggja manna dómnefnd þeirra Guðmundar
Rafns Sigurðssonar hjá Kirkjugarðasambandi
Íslands, Guðrúnar Ingvars dóttur arkitekts og Þórs
Þorfinns sonar, skógarvarðar á Austurlandi, valdi
úr innsendum tillögum. Verðlaunaafhending fór
fram í lok „grænnar messu“ í Seltjarnarneskirkju
27. nóvember. Öll kerin voru til sýnis í kirkjunni til
11. desember og myndir af þeim eru á flickr - síðu
Árs skóga (græn messa og duftker). Þegar þetta er
skrifað er komið í ljós að talsverður áhugi er meðal
landsmanna á þessum íslensku viðarkerjum og
Dagur umhverfisins var helgaður skógum.
Mynd: Marí anna Friðjónsdóttir.