Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 88

Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 88
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201286 vegsbrúar og göngubrúar við Öskjuhlíðarfót (mynd 1 og 4). Ráðist var í uppsetningu á hljóðmön vegna fyrirhugaðra húsbygginga á efri hluta ræktunar- svæðis Fossvogsstöðvarinnar (mynd 4). Ákveðið var að fylla jarðvegi upp að stofni trjánna og láta reyna á þol tegundarinnar gagnvart þessum aðstæðum. Hliðargreinar sem voru undir hæðarlegu manarinn- ar voru flestar fjarlægðar. Uppbygging manarinnar fór fram sumarið 2008. Þökulagt var upp að stofni trjánna og hafa gras- svæðin á hljóðmöninni verið slegin árlega síð- an framkvæmdum lauk. Ekki er útilokað að ein- hver trjánna hafi orðið fyrir skemmdum af völdum sláttutækja, eins og algengt er með stakstæð tré á grassvæðum. Einnig urðu trén fyrir einhverjum skemmdum við framkvæmdirnar, m.a. á berki og hliðargreinum. Ástand trjánna er mjög misjafnt, nokkur tré eru dauð eða við það að drepast (mynd 2) og töluvert kal í endagreinum og toppum margra trjáa (mynd 3). Einnig hefur börkur víða skemmst og greinar brotnað. Ástandið er verst í suðurenda manarinnar, þar sem þykkt hennar er mest, en betra í norðurenda þar sem þykktin er minni. Trén hafa haustað fyrr en aðrar aspir í nágrenninu, bæði 2009 og 2010. Einn- ig var laufgun sein vorið 2010. Sjá nánar um ástand trjánna í töflu 1. Aðferðir Svæðinu var skipt upp í fjögur rannsóknarsvæði, þ.e. svæði A, B, C og D (mynd 4). Svæði A: Syðst á hljóðmön. Jarðvegsfylling um 2,5 m. Svæði B: Fyrir miðri hljóðmön. Jarðvegsfylling um 1,0 m. Svæði C: Nyrst á hljóðmön. Jarðvegsfylling um 0,5 m. Svæði D: Aspir utan áhrifasvæðis framkvæmda við hljóðmön, heilbrigð tré til samanburðar. Í rannsókninni voru borkjarnar teknir úr 20 ösp- um á svæðum A-D. Einnig var tré grafið upp úr hljóðmön á svæði A og lagt mat á ástand rótarkerfis og viðarvefs. Tafla 1. Upplýsingar um sýnatökusvæðin, ástand trjánna, hæð, þvermál og fyllingarþykkt. Svæði Meðalhæð Þvermál Hækkun á jarðvegi Ástand trjáa í september 2011 A 7,7 m 18,3 cm 2,0-2,3 m Slæmt, mikið kal, brot og barkarskemmdir B 7,1 m 13,4 cm 1,5-2,0 m Slæmt, frekar mikið kal, brot og barkarskemmdir C 7,2 m 15,6 cm 0,5-0,8 m Gott, en barkarskemmdir D 13,5 m 25,3 cm 0 m Gott, heilbrigð tré 2. mynd. Ástand trjánna er verst í suðurenda manarinnar (svæði A á mynd 4) þar sem þykkt jarðvegsfyllingar er mest eða um 2,5 m. 3. mynd. Skemmdir á stofni og greinum, m.a. kalnar og brotnar greinar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.