Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 88
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201286
vegsbrúar og göngubrúar við Öskjuhlíðarfót (mynd
1 og 4). Ráðist var í uppsetningu á hljóðmön vegna
fyrirhugaðra húsbygginga á efri hluta ræktunar-
svæðis Fossvogsstöðvarinnar (mynd 4). Ákveðið var
að fylla jarðvegi upp að stofni trjánna og láta reyna
á þol tegundarinnar gagnvart þessum aðstæðum.
Hliðargreinar sem voru undir hæðarlegu manarinn-
ar voru flestar fjarlægðar. Uppbygging manarinnar
fór fram sumarið 2008.
Þökulagt var upp að stofni trjánna og hafa gras-
svæðin á hljóðmöninni verið slegin árlega síð-
an framkvæmdum lauk. Ekki er útilokað að ein-
hver trjánna hafi orðið fyrir skemmdum af völdum
sláttutækja, eins og algengt er með stakstæð tré á
grassvæðum. Einnig urðu trén fyrir einhverjum
skemmdum við framkvæmdirnar, m.a. á berki og
hliðargreinum.
Ástand trjánna er mjög misjafnt, nokkur tré eru
dauð eða við það að drepast (mynd 2) og töluvert
kal í endagreinum og toppum margra trjáa (mynd
3). Einnig hefur börkur víða skemmst og greinar
brotnað. Ástandið er verst í suðurenda manarinnar,
þar sem þykkt hennar er mest, en betra í norðurenda
þar sem þykktin er minni. Trén hafa haustað fyrr en
aðrar aspir í nágrenninu, bæði 2009 og 2010. Einn-
ig var laufgun sein vorið 2010. Sjá nánar um ástand
trjánna í töflu 1.
Aðferðir
Svæðinu var skipt upp í fjögur rannsóknarsvæði,
þ.e. svæði A, B, C og D (mynd 4).
Svæði A: Syðst á hljóðmön. Jarðvegsfylling um
2,5 m.
Svæði B: Fyrir miðri hljóðmön. Jarðvegsfylling um
1,0 m.
Svæði C: Nyrst á hljóðmön. Jarðvegsfylling um
0,5 m.
Svæði D: Aspir utan áhrifasvæðis framkvæmda
við hljóðmön, heilbrigð tré til samanburðar.
Í rannsókninni voru borkjarnar teknir úr 20 ösp-
um á svæðum A-D. Einnig var tré grafið upp úr
hljóðmön á svæði A og lagt mat á ástand rótarkerfis
og viðarvefs.
Tafla 1. Upplýsingar um sýnatökusvæðin, ástand trjánna, hæð, þvermál og fyllingarþykkt.
Svæði Meðalhæð Þvermál
Hækkun á
jarðvegi
Ástand trjáa í september 2011
A 7,7 m 18,3 cm 2,0-2,3 m Slæmt, mikið kal, brot og barkarskemmdir
B 7,1 m 13,4 cm 1,5-2,0 m Slæmt, frekar mikið kal, brot og barkarskemmdir
C 7,2 m 15,6 cm 0,5-0,8 m Gott, en barkarskemmdir
D 13,5 m 25,3 cm 0 m Gott, heilbrigð tré
2. mynd. Ástand trjánna er
verst í suðurenda manarinnar
(svæði A á mynd 4) þar sem
þykkt jarðvegsfyllingar er mest
eða um 2,5 m.
3. mynd. Skemmdir á stofni og greinum, m.a. kalnar og
brotnar greinar.