Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 11
9SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
fyrsta íslenska timburhúss og voru þar með beinir
þátttakendur í Ári skóga á Íslandi.
Þann 14. ágúst var messa í Skálholti tileinkuð
Ári skóga. Var hún sérstaklega helguð þakklæti til
Norðmanna fyrir ýmsar góðar gjafir sem þeir hafa
fært skógræktarfólki og kirkju á Íslandi bæði fyrr
og síðar. Sótti hópurinn frá Hörðalandi messuna og
þáði kirkjukaffi að henni lokinni í Skálholtsskóla. Í
ljós kom að í norska hópnum var sonur hjóna sem
gáfu tvo útskorna stóla til Skálholtskirkju fyrir um
50 árum. Jók það á hátíðleika og vinarþel þessarar
Skálholtsheimsóknar.
Þann 22. október var ráðstefnan Heimsins græna
gull haldin í Kaldalónssal Hörpunnar í Reykjavík.
Markmið ráðstefnunnar var að fá yfirlit um ástand
og horfur í málefnum skóga á Evrópu- og heims-
vísu. Fyrirlesarar voru Mette Wilkie Löyche, deild-
arstjóri skógræktardeildar FAO, Jan Heino, fyrrv.
skógræktarstjóri Finnlands, Monika Stridsman,
skógræktarstjóri Svíþjóðar, Aine Ni Dhubháin,
skógfræði prófessor við Dublin-háskóla og Þröstur
Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóga á Íslandi. Fram
kemur í svonefndum lykiltölum sem FAO hefur gef-
ið út í meira en 60 ár, að þrátt fyrir að árið 2010 séu
skógar í vexti í tempraða beltinu og á norðlægum
slóðum (evrópskir skógar hafa vaxið um 800 þús.
ha/ári síðustu 20 ár), þá er enn umtalsverð skóg-
areyðing í hitabeltinu. Þá hefur plágum af völdum
skordýra fjölgað á meðan dregið hefur úr tjóni af
völdum skógarelda. Á síðustu 20 árum hefur skiln-
ingur á mikilvægi skóga fyrir líffræðilega fjölbreytni
vaxið. Þannig hefur þeim svæðum fjölgað umtals-
vert á heimsvísu sem er sinnt vegna þessarar áherslu.
Skilningur hefur einnig vaxið á fjölþættu gildi skóga
og þeim margvíslegu ógnum sem steðja að skógar-
vistkerfum jarðar. Þessar áherslur leiddu m.a. til
ályktunar Allsherjarþings Sþ um að lýsa árið 2011
Alþjóðlegt ár skóga, til að ítreka markmið og gildi
margskonar yfirlýsinga og samþykkta allt frá ráð-
stefnu Sþ árið 1992, m.a. um umhirðu, vernd og
sjálfbæra nýtingu allra skógargerða. Segja má að
þrír fjórðu hlutar skóga heimsins lúti nú ýmsum al-
þjóðlegum skuldbindingum, sem aftur hafa áhrif á
lagasetningar og þróun skógarmála á viðkomandi
svæðum og löndum. Á júnífundi evrópskra skógar-
málaráðherra í Osló 2011 var t.d. samþykkt fram-
tíðarsýnin Evrópuskógar 2020 og sett á fót samn-
inganefnd 8 ríkja sem ætlað er að undirbúa lagalega
bindandi samkomulag um Evrópuskóga sem kynnt
Evrópuskógar 2020 -
framtíðarsýn:
• þar sem undirstrikað er mikilvægi allra skóga
í Evrópu við að þjóna fjölþættum markmið-
um sjálfbærrar þróunar
• þar sem velferð manna er höfð að leiðarljósi
og heilbrigt umhverfi
• þar sem skógar leggja sitt af mörkum til efna-
hagsþróunar í Evrópu og um heim allan
• þar sem augljóst þykir að skógar leggi sitt af
mörkum til hagsbóta fyrir samfélagið, s.s. í
að styðja grænt hagkerfi, bæta lífsviðurværi,
draga úr loftslagsbreytingum, viðhalda líf-
fjölbreytni náttúrunnar, bæta gæði vatns og í
baráttunni gegn eyðimerkurmyndun.
verður árið 2013, en Jan Heino er einmitt formaður
þeirrar nefndar.
Í máli skógræktarstjóra Svíþjóðar kom fram að
Svíar settu sér skógarstefnu fyrir 17 árum. Þar eru
framleiðslu- og umhverfismál lögð að jöfnu og stefn-
Úr 150 ára skógi í Stend, rétt utan við Bergen.
Mynd: Arnór Snorrason.