Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 51

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 51
49SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 Forsendur árhringjafræðinnar byggjast á fjór- um skilyrðum. Í fyrsta lagi að tré myndi aðeins einn árhring á hverju vaxtartímabili. Í öðru lagi að þrátt fyrir að árhringjavöxturinn sé háður erfðum og mörgum umhverfisþáttum, sé aðeins einn um- hverfisþáttur sem sé ríkjandi (dominant). Í þriðja og fjórða lagi að þessi ríkjandi umhverfisþáttur sé var- anlegur, þ.e. hafi áhrif frá ári til árs yfir langt tímabil og nái yfir stórt svæði.20 Vinna á vettvangi og gagnaöflun Mælingar og sýnataka fór fram þann fyrsta og ann- an október 2009 að loknum vaxtartíma trjánna. Fyrri daginn var farið fram í miðjan Norðdal- inn þar sem ekki var að sjá reynivið neðar og tekin kjarnasýni í 0,5 m (hnéhæð) og 1,3 m (brjósthæð) hæð úr öllum reynitrjám sem sáust (hugsanlega eru tré sem sáust ekki framar í dalnum). Að auki voru trén hæðarmæld. Nánast öll trén sem sýni voru tek- in úr voru á frjósamasta svæðinu í hlíðarfætinum. Ber sáust aðeins á fáum trjám og það lítið. Reynirinn var komin með rauða haustliti en birkið var ýmist komið með gula haustliti eða enn grænt, en kjarr var orðið rauðleitt. Aðeins voru mæld tré sunnan Norð- dalsár þar sem ekki var að sjá reynitré norðan til í dalnum. Virtist það svæði allt vera með lágvöxnu birki eða kjarri. Svæði það sem mælt var á og sýni tekin úr trjám er um 13 ha. að stærð. Seinni daginn var farið í Sunndalinn. Farið var fram í miðjan dalinn vestan við Sunndalsá, tekin sýni og mælt eins og í Norðdalnum. Mæld voru öll reynitré á því svæði. Trén voru staðsett í miðri hlíð eða ofar. Fleiri tré ómæld sáust austan til í dalnum og í dalbotninum en ekki þótti þörf á fleiri mæling- um fyrir þetta verkefni. Stöku tré sáust með berjum og virtist það vera heldur meira en í Norðdalnum. Fremstu 5 trén í dalnum eru öll saman og mynda reynilund. Svæði það sem mælt var á er um 10 ha (sjá mynd 2).Venjulega er gert ráð fyrir að safna þurfi tveim kjarnasýnum úr minnst 20 trjám eða 40 sýnum samtals til að hafa nógu stórt gagnasafn til að tölfræðileg meðferð sé marktæk.3 Fengin voru gögn frá Þjóðskjalasafni Íslands, um ásetningsfjölda búfjár alla síðustu öld í Trostans- firði, meðan búskapur þar varði. Upplýsingar um hitafar byggjast á gögnum Veður- stofu Íslands frá Stykkishólmi sem er næsta veður- athugunarstöð með samfelldar mælingar fyrir það tímabil er nær yfir lífaldur trjánna sem mæld voru. Meðferð gagna Fundinn var meðalvöxtur hvers trés með því að reikna meðaltalsárhringjabreidd allra mældra radí- usa trésins. Oftast voru það fjórir radíusar en í nokkrum tilfellum aðeins tveir. Allt gagnasafnið var notað til að gera vaxtarkúrfu fyrir svæðið í heild (masters-kúrfa). Einnig var gerð vaxtarkúrfa og gögn greind fyrir hvorn dalinn fyrir sig. Úr veðurfarsgögnunum voru notaðir mánuðirnir júní, júlí og ágúst. Reiknað var meðaltal fyrir hita þessara mánaða (nefnt sumarhiti) og það notað til að bera saman við árhringjavöxt reynisins fyrir við- komandi ár. Öllu gagnasafninu var skipt upp í fjóra flokka eft- ir aldri trjáa: Yngri en 30 ára, 30 - 60 ára, 60 – 85 ára og eldri en 85 ára. Var það notað til að skoða mismunandi vaxtarhraða eftir aldri. Gögn um beitarsögu voru skoðuð myndrænt og borin saman við aldursdreifingu (aldur) trjánna. Gögn um sauðfjáreign hlaupa á 5 árum. Fundið var tíu ára meðaltal fyrir „fæðingarár“ trjánna og það sett inn á miðjan áratuginn. Reiknað var rúmmál mældra trjáa. Niðurstöður Almennt er nokkuð gott að greina og mæla árhringi reyniviðar, en nokkur tré voru með fúa sem gerði mælingar örðugar og sumstaðar voru árhringir mjög þéttir og erfitt að greina þá. Í Norðdal voru mæld og tekin kjarnasýni úr 24 trjám sem gerir meðal- þéttleika reyniviðar upp á 1,9 tré/ha, en í Sunndal úr 39 trjám sem gera meðal-þéttleika upp á 3,9 tré/ ha. Þegar búið var að mæla árhringi og bera saman radíusa mælinganna tölfræðilega reyndust 20 tré í Norðdal og 34 í Sunndal uppfylla skilyrði til notk- unar við frekari úrvinnslu gagna. Hægt var þó að ákvarða aldur fleiri stofna eða 25 í Norðdalnum og 37 í Sunndalnum. Elsta tréð í Norðdalnum reyndist 117 ára gamalt, 4,9 m á hæð og 19,1 cm í þvermál, með bolrúmmál 49,7 dm3. Meðalaldur var 52 ár. Í Sunndalnum reyndust tvö tré jafn gömul eða 117 ára, annað þeirra var 5,1 m á hæð og 19,2 cm í þver- mál, bolrúmmál 52,3 dm3 en hitt 3,3 m á hæð og 12 cm í þvermál, bolrúmmál 14,2 dm3. Meðalaldur var 77 ár. Réttara er að nefna þetta mælingar á stofnum því sum „trén“ voru með fleiri en einn stofn og því spurning hvort telja eigi hvern stofn sem tré en hér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.