Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 10
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20128
vonandi verður það til þess að framleiðsla á þeim
verði stöðug.
Þann 7. ágúst 2011 var í þjóðlífsþættinum Land-
anum á Rúv sýnd smíði og flutningur Pakkhússins
í Vatnshorni í Skorradal. Tilefnið var að sýna á Ári
skóga hvernig hús getur orðið til úr íslensku timbri.
Húsið er að miklu leyti nýviðað úr greniskógi í
Skorradal, en að öðru leyti endurgert úr gömlum,
nothæfum norskum viði hússins, í samvinnu við og
með stuðningi frá Húsafriðunarnefnd. Um verkið
sáu S.Ó. húsbyggingar í Borgarnesi sem hafa mikla
reynslu af endurgerð gamalla húsa. Grunninn hlóð
Unnsteinn Elíasson, hleðslumeistari. Skógrækt ríkis-
ins gaf timbur úr Stálpastaðaskógi og félagsskapur-
inn Vinir pakkhússins gaf vélavinnu og margskonar
viðvik og safnaði auk þess rúmum 2,2 milljónum kr.
til verksins. Þann 13. ágúst vígði svo forseti Íslands,
Duftker í 1. 3. sæti samkeppninnar ,,af jörðu“. Mynd: Árni Svanur Daníelsson
Vígsla Pakkhússins í Vatnshorni. Ólafur Ragnar
Grímsson forseti, Hulda Guðmundsdóttir, Jón Loftsson
skógræktarstjóri og Lars Sponheim, fylkisstjóri í
Hörðalandi. Mynd: Karvel Strömme.
hr. Ólafur Ragnar Grímsson, húsið og gat m.a. eft-
irfarandi í ræðu sinni:
Í upphafi árs ýttum við úr vör með látlausri at-
höfn á Bessastöðum Alþjóðlegu ári skóga og nú
þegar sumri fer að halla heiðrum við í Skorradaln-
um framtak sem vonandi kennir þjóðinni að meta
í senn íslenskan skóg og menningararfinn, söguna
sem gömul hús geyma svo vel. Á undanförnum
áratugum hefur orðið afgerandi viðhorfsbreyting
í þessum efnum; víða um land getum við í endur-
gerðum byggingum gengið á vit fólksins sem skóp
með ævistarfi sínu grundvöll að því samfélagi sem
við höfum notið. Pakkhúsið í Skorradal bætist nú
í þessa flóru, byggt að nýju úr viði dalsins, sönnun
þess að þáttaskil hafa orðið í íslenskri skógrækt.
Meðal gesta við vígsluna voru 14 manns frá Hörða-
landi í Noregi sem allir tengjast skógrækt, ásamt
fylkisstjóranum Lars Sponheim og Lofti Þ. Jónssyni,
sem er starfsmaður Sponheim á sviði skógræktar-
mála í Hörðalandi. Eftir athöfn í Vatnshorni var
veisla í furu- og greniklæddu Skemmunni á Fitjum
í boði SR og undirritaðrar. Þar færði Ove Gjerde,
formaður Skogselskapet Bergen-Hordaland Vinum
pakkhússins 25 þús. nkr. til endursmíði hússins. Í
byrjun október fóru svo 18 Íslendingar í 5 daga ferð
um Hörðaland í framhaldi af heimsókn Norðmann-
anna og sá Loftur Þ. Jónsson að mestu um skipulag
þeirrar ferðar. Var m.a. komið í 130 ára gamlan skóg
við Stend þar sem Johannes Flesland f.h. Fana Skog-
lag færði Huldu f.h. Vina pakkhússins, 7 þús. nkr.
til endurgerðar Pakkhússins í Vatnshorni. Norskir
vinir lögðu því samtals rúmlega 32 þús. nkr. til þessa