Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 79

Skógræktarritið - 15.05.2012, Qupperneq 79
77SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 sjónarmið fyrst og fremst að ráða aðgerðum. Skriðu- varnir, jarðvegsvernd og skjól. Einu ákveðnu skilin milli kvæma liggja um 1.600 m hæðarlínuna (ré- gions de provenances) og fræ úr fræteigum ofan við þá línu eru ekki notuð neðar. Sappia sýndi okkur dæmi um 2.200 ha skóg sem skiptist þannig í nýtingarflokka (næstu 20 árin): • 1.200 ha þar sem áherslan var á vernd og við- hald auk skógarhöggs til timburnota. Gert ráð fyrir að fella samtals 20 ha á ári, rjóðurfelling í jafnaldra lundum eða valhögg til að hvetja vöxt og taka út léleg tré. • 200 ha hreinn verndarskógur, náttúruleg endur- nýjun –undir eftirliti. • 800 ha í bið, á meðan gegnir hann hlutverki vist- verndar og afþreyingar manna (ýmislegt sport). Háfjallaskógurinn þarna (1.600-2.200 m) er að- eins að bæta við sig um 1,7 m3/ha á ári. Sem fyrr segir er evrópulerkið afar þýðingarmikið í skógariðnaði svæðisins og er t.d. 40 sinnum meiri framleiðsla af lerkivið en við sembrafurunnar. Skógarhöggi er þannig fyrir komið að á grundvelli 20 ára áætlana skógstjórnarinnar fer fram skógmæl- ing þess skógar sem á að fella og lágmarkskostnað- ur reiknaður við högg og útdrátt. Sá útreikningur er á hendi skógstjórnarinnar (ONF) sem fær greitt fyrir frá skógareiganda (yfirleitt ríki eða sveitar- félag). Skógareigandi greiðir einnig skógstjórninni fyrir alla umsýslu og framkvæmdir, s.s. vegagerð. Á grundvelli skógmælinga er skógarhöggið boðið út en skógareigandi ræður alfarið hvort og þá hvaða tilboði er tekið. Að jafnaði eru tilboð nálægt €100 pr. m3 eða 16.600 kr. (á gengi í apríl 2012). Áfram var ekið yfir skriðurunnið fjallaskarð (Col d´Izoard). Niðri í næsta dal var komið við í litlu þorpi (La Casse) og skoðað lítið sagverk sem aðal- lega sagaði lerki í þakborð og sembrafuru í gólfborð. Eigandi sagverksins verðlagði borðviðinn í stórum dráttum eftirfarandi: • 1. fl. af lerki €700 pr. m3 (116.200 kr.) • Sembrafura €300 pr. m3 (49.800 kr.) • Bergfura €75 pr. m3 (12.450 kr.) Í sama þorpi kíktum við einnig á sölubúð hand- verksmanna þar sem ýmsir kjörgripir unnir úr sembra furu voru barðir augum, svo sem rúm, koff- ort, skápar og bekkir. Í heimleið var komið við í Saint Crépin og skoð- aður merkilegur fundarstaður sedrusviðartegundar ásamt einitegund sem hvergi finnast annars staðar í Evrópu en eru algengar í Atlasfjöllum í NV-Afríku. Þessi lundur er engu að síður talinn náttúrulegur og André sleppti aldrei taki á góðum haka og notaði hvert tækifæri til að sýna okkur hvað færi fram í jarðvegi góðra hagaskóga. Mynd: SKÞ. Skítur í skógi. Myndin er tekin í skógarjaðri í 2.200 m hæð yfir Landslevillard í Savoie héraði. Í forgrunni er myndar- leg kúadella. Mynd: SKÞ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.