Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 79
77SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
sjónarmið fyrst og fremst að ráða aðgerðum. Skriðu-
varnir, jarðvegsvernd og skjól. Einu ákveðnu skilin
milli kvæma liggja um 1.600 m hæðarlínuna (ré-
gions de provenances) og fræ úr fræteigum ofan við
þá línu eru ekki notuð neðar.
Sappia sýndi okkur dæmi um 2.200 ha skóg sem
skiptist þannig í nýtingarflokka (næstu 20 árin):
• 1.200 ha þar sem áherslan var á vernd og við-
hald auk skógarhöggs til timburnota. Gert ráð
fyrir að fella samtals 20 ha á ári, rjóðurfelling í
jafnaldra lundum eða valhögg til að hvetja vöxt
og taka út léleg tré.
• 200 ha hreinn verndarskógur, náttúruleg endur-
nýjun –undir eftirliti.
• 800 ha í bið, á meðan gegnir hann hlutverki vist-
verndar og afþreyingar manna (ýmislegt sport).
Háfjallaskógurinn þarna (1.600-2.200 m) er að-
eins að bæta við sig um 1,7 m3/ha á ári.
Sem fyrr segir er evrópulerkið afar þýðingarmikið
í skógariðnaði svæðisins og er t.d. 40 sinnum meiri
framleiðsla af lerkivið en við sembrafurunnar.
Skógarhöggi er þannig fyrir komið að á grundvelli
20 ára áætlana skógstjórnarinnar fer fram skógmæl-
ing þess skógar sem á að fella og lágmarkskostnað-
ur reiknaður við högg og útdrátt. Sá útreikningur
er á hendi skógstjórnarinnar (ONF) sem fær greitt
fyrir frá skógareiganda (yfirleitt ríki eða sveitar-
félag). Skógareigandi greiðir einnig skógstjórninni
fyrir alla umsýslu og framkvæmdir, s.s. vegagerð. Á
grundvelli skógmælinga er skógarhöggið boðið út
en skógareigandi ræður alfarið hvort og þá hvaða
tilboði er tekið.
Að jafnaði eru tilboð nálægt €100 pr. m3 eða
16.600 kr. (á gengi í apríl 2012).
Áfram var ekið yfir skriðurunnið fjallaskarð (Col
d´Izoard). Niðri í næsta dal var komið við í litlu
þorpi (La Casse) og skoðað lítið sagverk sem aðal-
lega sagaði lerki í þakborð og sembrafuru í gólfborð.
Eigandi sagverksins verðlagði borðviðinn í stórum
dráttum eftirfarandi:
• 1. fl. af lerki €700 pr. m3 (116.200 kr.)
• Sembrafura €300 pr. m3 (49.800 kr.)
• Bergfura €75 pr. m3 (12.450 kr.)
Í sama þorpi kíktum við einnig á sölubúð hand-
verksmanna þar sem ýmsir kjörgripir unnir úr
sembra furu voru barðir augum, svo sem rúm, koff-
ort, skápar og bekkir.
Í heimleið var komið við í Saint Crépin og skoð-
aður merkilegur fundarstaður sedrusviðartegundar
ásamt einitegund sem hvergi finnast annars staðar í
Evrópu en eru algengar í Atlasfjöllum í NV-Afríku.
Þessi lundur er engu að síður talinn náttúrulegur og
André sleppti aldrei taki á góðum haka og notaði hvert
tækifæri til að sýna okkur hvað færi fram í jarðvegi góðra
hagaskóga. Mynd: SKÞ.
Skítur í skógi. Myndin er tekin í skógarjaðri í 2.200 m hæð
yfir Landslevillard í Savoie héraði. Í forgrunni er myndar-
leg kúadella. Mynd: SKÞ.