Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 9

Skógræktarritið - 15.05.2012, Side 9
7SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012 umfjöllun undir yfirskriftinni ,,Í skóglausu landi vantar skóg“ og Morgunblaðið helgaði Ári skóga sérblað þann 29. apríl. Allt árið birtust svo öðru hvoru greinar og fréttaskot í Bændablaðinu og fleiri blöðum, auk heimasíðu Árs skóga, þar sem leitast var við að minna á áherslur Sameinuðu þjóðanna í samhengi ýmissa viðburða. Við upphaf Árs skóga var leitað til Nýsköpun- armiðstöðvar Íslands (NMÍ) og varð úr því farsæl samvinna um ráðstefnuna Íslenska skógarauðlindin – skógur tækifæra. Ráðstefnan var haldin 28. apríl og voru þar flutt 16 erindi sem öll eru aðgengileg a.m.k. út árið 2012 á vef Árs skóga. Markmið ráð- stefnunnar var að huga sérstaklega að möguleikum og mikilvægi úrvinnslu úr íslenskum skógum. Val á fyrirlesurum endurspeglaði ,keðjuna’ frá hrávöru til markaðar og var fjallað um tækifæri og takmarkan- ir íslenskrar viðarframleiðslu. Ráðstefnugestir voru alls 117 og var sérstaklega ánægjulegt að sjá arki- tekta og iðnhönnuði í hópnum og að finna áhuga þeirra og vilja til að nýta íslenska efniviðinn. Fram- lag NMÍ til ráðstefnunnar og undirbúnings hennar var endurgjaldslaust og ómetanlegt, t.d. var kynning á ráðstefnunni á vef þeirra og póstlistakynning á net- inu. Undir lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræð- ur um áherslur og atriði til áframhaldandi vinnu við þróun úrvinnslu úr íslenskum skógum. Áhugavert væri að koma á þverfaglegum hópi í samstarfi við NMÍ til að vinna áfram með þær mörgu og áhuga- verðu hugmyndir sem fram komu á ráðstefnunni og til að viðhalda og styrkja þá mikilvægu tengingu milli hrávöruframleiðenda og hönnuða sem þarna náðist. Birtist þessi tenging t.d. í því að Toppstöð- in, frumkvöðlasetur vöruhönnuða, fékk Jón Guð- mundsson, plöntulífeðlisfræðing og einn frummæl- Frá ráðstefnunni Íslenska skógarauðlindin – skógur tækifæra. Mynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir. enda á ráðstefnunni, til að vera með hádegiserindi og fjalla um kosti og galla trjátegunda til smíðavið- ar. Erindið var mjög vel sótt en Jón leggur áherslu á að viður lauftrjáa sé verðmætasti smíðaviðurinn sem nota megi á fjölbreyttari hátt en við barrtrjáa, t.d. með formun við gufuhitun og pressun. Ljóst er að samtal um verkefni, væntingar og vænlegar viðar- tegundir þarf að vera viðvarandi milli hrávörufram- leiðenda og markaðarins. Dagur umhverfisins árið 2011 var tileinkaður skógum í tilefni af Ári skóga og var dagskrá í Þjóð- menningarhúsinu þann 28. apríl. Þar fluttu m.a. er- indi Jón Loftsson og undirrituð. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, opnaði um leið heimasíðuna www.arskoga2011.is sem Maríanna Friðjónsdóttir hannaði og heldur utan um. Í júníbyrjun gáfu SÍ og Arion banki út kortið Rjóð- ur í kynnum, en í því er að finna upplýsingar um 50 útivistarskóga um land allt. Kortinu var dreift end- urgjaldslaust víða um land. Um miðjan júlí var samkeppnin Af jörðu - duftker úr íslenskum viði kynnt og var skilafrestur til októberloka. Þátttaka var vonum framar því alls bárust 28 ker í keppnina frá 11 aðilum. Þriggja manna dómnefnd þeirra Guðmundar Rafns Sigurðssonar hjá Kirkjugarðasambandi Íslands, Guðrúnar Ingvars dóttur arkitekts og Þórs Þorfinns sonar, skógarvarðar á Austurlandi, valdi úr innsendum tillögum. Verðlaunaafhending fór fram í lok „grænnar messu“ í Seltjarnarneskirkju 27. nóvember. Öll kerin voru til sýnis í kirkjunni til 11. desember og myndir af þeim eru á flickr - síðu Árs skóga (græn messa og duftker). Þegar þetta er skrifað er komið í ljós að talsverður áhugi er meðal landsmanna á þessum íslensku viðarkerjum og Dagur umhverfisins var helgaður skógum. Mynd: Marí anna Friðjónsdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.