Skógræktarritið - 15.05.2012, Síða 39
37SKÓGRÆKTARRITIÐ 2012
þrýstnar og þroskamiklar eins og gras í góðviðri.
Oss finnst þær iða af æskufjöri, þar sem þær vagga
sjer í vindblænum, kinnka glettnislega til vor kolli
eins og til að segja: “Lítið á okkur! Við vorum eitt
sinn litlar, en þið stór; bráðum eruð þið lítil en við
stórar.”i
Þessi orð áttu svo sannarlega eftir að rætast og í
Gróðrarstöðinni standa nú, hundrað árum síðar, há-
vaxin tré.
Árið 1913, á 10 ára afmæli Ræktunarfélagsins,
flutti Stefán Stefánsson grasafræðingur og formaður
félagsins erindi9 og minnist á trjáræktartilraun-
ir félagsins þar sem björk og reynir, innfæddu teg-
undirnar, bera af. Hann sér eftirfarandi framtíðar-
sýn: „Eftir nokkra áratugi ættu laufgaðar limkrónur
að bærast yfir hverjum bæ, hverju koti, og ilmandi
birkilundar að vaxa þar sem nú má sjá ógeðslega
sorphauga og fúlar forarvilpur. Skortur á fegurð-
artilfinningu og ræktarsemi við landið okkar geta
hamlað því að svo verði, ekkert annað.“ii
i Jakob H. Líndal. 1911. Bls. 77.
ii Stefán Stefánsson, 1913, bls. 39.
Jakob H. Líndal skrifaði stórmerka grein í Ársritið árið
19166 sem hann nefnir Um trjárækt. Þá er enn gengið um
Trjáræktarstöðina og Gróðrarstöðina og einstökum trjám
gefin umsögn. Mesta aðdáun vekur trjáplanta sem köll-
uð er grenikóngurinn og var plantað í Trjáræktarstöð-
ina árið 1900. Grenikóngurinn er enn sýnilegur í Minja-
safnsgarðinum. Hann var árið 1916 2,45 metrar á hæð
og er nú líklega hæsta og elsta rauðgrenitré á Íslandi. Í
Gróðrarstöðinni vekja athygli trjágöng norður frá íbúð-
arhúsinu í átt að verkfærahúsinu með birki að austan-
verðu og reyni að vestanverðu. Birkinu var plantað 1905
og er 2,50-3,75 metra hátt en reyninum var plantað 1910
og er tæplega 2 metra hár.
Í lok greinar sinnar skrifar Jakob góða lýsingu á þeim
trjátegundum sem reyndar hafa verið hjá Ræktunar-
félaginu og er þetta líklega fyrsta uppgjör á trjáræktartil-
raunum sem gert var á Íslandi. Enda þótt víða séu skráð
latnesk heiti fer stundum á milli mála um hvaða tegund
er að ræða. Hér er ekki rúm til að taka upp lýsingar á ein-
stökum trjátegundum, en úr umsögnunum var dreginn
eftirfarandi tafla:
Mynd 5. Horft austur yfir Gróðrarstöðina um 1930. Mynd: Ljósmyndari ókunnur