Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 6

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 6
 8 og Goldthorpe, 2007, Weber, 1978). Í ljósi þessa væri nær lagi að segja að stöðumunur á Ís- landi sé tiltölulega lítill í samanburði við margar aðrar þjóðir (Stefán Ólafsson, 2003), frekar en að stéttavitund hérlendis sé hverfandi. Að sama skapi er ljóst að Íslendingar leggja mikið upp úr jöfnuði (Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, 1991; Stefán Ólafsson, 1996). Hins vegar verður að gera greinarmun á þeim jafnaðargildum sem Íslendingar hafa í heiðri og þeim jafnaðarhugmyndum sem þeir hafa um þjóðfélag sitt (Þórólfur Þórlindsson, 1988). Þórólfur Þórlindsson (1988) dregur t.a.m. þá ályktun að umræddar jafnaðarhugmyndir beri að túlka sem svo að Íslendingar álíti þjóðfélag sitt tiltölulega réttlátt. Þó verður að hafa í huga að jafnaðargildi Íslendinga byrgja þeim einnig sýn á stéttaskiptingu eigin þjóðfélags (Gísli Páls- son og Durrenberger, 1989, 1996). Tilgáta mín er sú að stéttavitund Íslendinga hafi aukist frá því sem áður var. Jafnframt tel ég að aukna stéttavitund megi rekja til tveggja nátengdra kreppa (jafnaðarkreppu og efna- hagskreppu) sem gengið hafa yfir þjóðina síðustu ár. Þessa tilgátu er þó ekki hægt að kanna út frá þeim gögnum sem notast er við í þessari rannsókn, þar sem um er að ræða eina mælingu á ákveðnum tímapunkti. Frekari rannsókna er því þörf. Tilgátuna byggi ég hins vegar á kenn- ingum Bourdieu (1977, 1984) um kreppur og möguleg áhrif þeirra á viðteknar og „sjálfsagðar“ hugmyndir fólks um samfélag sitt. Í fyrsta lagi hefur efnahagslegur ójöfnuður aukist það mikið og ört hérlendis undanfarin ár (Stefán Ólafsson, 2006, 2008) að nærtækast er að tala um jafnaðarkreppu (Galbraith, 2000; Hout o.fl. 1996). Sem dæmi hefur efnahagslegur ójöfnuður á Íslandi aukist mun örar en almennt í OECD-ríkjunum (Arnaldur Kristjánsson og Stefán Ólafsson, 2009). Ræður hér mestu „nýfrjálshyggjuvæðing― (Harvey, 2007) síðustu ára (Stefán Ólafsson, 2008; Wade, 2009). Samkvæmt kenningum Webers móta markaðsöflin nú ójöfnuð í ríkari mæli en áður og fyrir vikið er Ísland orðið meira „stéttaþjóðfélag― (Weber, 1978). Ein vísbending þessa er sú að Gini-stuðull ráðstöfunartekna fyrir hjón og sambúðarfólk jókst úr 0,21 árið 1993 upp í 0,43 árið 2007 (Arnaldur Kristjánsson og Stefán Ólafsson, 2009). Önnur vísbending er sú að 1% tekjuhæstu fjölskyldna fékk í sinn hlut 4,2% af heildartekjum í landinu árið 1993, en árið 2007 var hlutfallið 19,8% (Arnaldur Kristjánsson og Stefán Ólafsson, 2009). Auðsæ birtingar- mynd þessarar þróunar er hin mikla fjölgun í hópi nýríkra Íslendinga (Guðmundur Magnús- son, 2008). Áberandi neysluvenjur (e. conspicuous consumption) (Veblen, 2004) þessa hóps stinga mjög í stúf við það sem hinn dæmigerði Íslendingur á að venjast, svo ekki sé minnst á þá sem lifa við og undir fátækramörkum (Hagstofa Íslands, 2010; Harpa Njáls, 2003). Eftir- farandi er afgerandi lýsing frá innanbúðarmanni (Ármann Þorvaldsson, 2009: 171): Fyrir hina nýríku Íslendinga skapaði velgengnin ný og áður óþekkt vandamál... Bílstjór- inn var latur, heimilishjálpin þreif illa og barnfóstran ætlaði aldrei að vakna á morgnana. Börnin kvörtuðu undan því að vera alltaf að ferðast til staða eins og Courchevel, St. Tro- pez og Dubai og vildu frekar vera heima og fara út að hjóla. Val á vínum olli nú heila- brotum. Nokkrum árum áður drukku allir gin og tónik. Nú þótti hallærislegt að drekka rauðvín sem var yngra en maður sjálfur. Í jafnaðarþjóðfélagi á borð við Ísland, með tiltölulega mikinn félagslegan hreyfanleika upp á við, ýtir sýnileiki efnafólks enn frekar undir „óhagstæðan samanburð― (Jón Gunnar Bernburg o.fl., 2009). Kenningin um „afstæðan skort― (e. relative deprivation) kemur inn á þennan þátt (Runciman, 1966). Ennfremur má ætla að þetta hafi aukið stéttavitund. Sem dæmi um þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.