Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 11

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 11
 13 Guðmundur Ævar Oddsson hagsstéttir. ÍSTARF 95 er lítillega breytt útgáfa af alþjóðlega staðlinum ISCO-88 (Alþjóðavinnumálastofnunin, 1987; Ganzeboom og Treinman, 2003). Einstaklingstekjur: Þessi breyta er heildarmánaðartekjur einstaklings fyrir skatta. Svör voru kóðuð á raðkvarða með fimm flokkum, frá 150 þúsund krónum eða minna og upp í 600 þúsund krónur eða meira. Aðferð sennilegustu gilda (Harman, 1976) var notuð til að meta ein- staklings- og heimilistekjur þeirra sem ekki svöruðu spurningum þess efnis. Heimilistekjur: Þessi breyta er heildarmánaðartekjur heimilis fyrir skatta. Svör voru kóðuð á raðkvarða með fimm flokkum, frá 250 þúsund krónum eða minna og upp í eina milljón krónur eða meira. Menntun: Menntunarbreytan er hæsta menntunarstig viðkomandi samkvæmt alþjóðlega flokkunarstaðlinum ISCED-97 (Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, 1997). Kóðað var í þrjá flokka: Skyldunám, framhaldsskólanám og háskólanám. Niðurstöður Sjötíu og átta prósent svarenda voru tilbúin að velja það stéttarheiti sem þeim fannst best eiga við sig. Flestir völdu annað hvort neðri millistétt (46%) eða efri millistétt (35%). Einungis 16% völdu verkalýðsstétt. Mjög fáir sjá sig í undirstétt (2%) eða yfirstétt (1%). Framangreint sýnir að mikill meirihluti aðspurðra Íslendinga er viljugur til að skipa sér í þjóðfélagsstétt. Til þess að sjá hvernig svörin koma heim og saman við félagslegar aðstæður svarenda skoðum við fylgni þeirra við efnahagsstétt og stéttarvísa, þ.e. einstaklings- og heimilistekjur og menntun. Í töflu 2 er notast við þriggja stétta líkan. Þar má sjá að Íslendingar skipa sér almennt í stétt í samræmi við efnahagsstétt og stéttarvísa. Fyrir vikið er hægt að álykta að Íslendingar séu nokkuð vel meðvitaðir um eigin stéttarstöðu. Þessu ber vitni sterk jákvæð fylgni hug- lægrar stéttarstöðu og efnahagsstéttar annars vegar og huglægrar stéttarstöðu og stéttarvísa hins vegar. Samt sem áður er nokkur tilhneiging hjá öllum undirhópum til að sjá sig í annarri hvorri millistéttinni. Helmingur svarenda í þjónustustétt (50%) skipar sér í efri millistétt, en einungis 30% svarenda í millistétt og 21% í verkalýðsstétt gera slíkt hið sama. Níutíu og fjögur prósent svar- enda í þjónustustétt og 82% úr millistétt velja aðra hvora millistéttina. Aðeins 57% svarenda úr verkalýðsstétt skipa sér í aðra hvora millistéttina. Ennfremur sjá einungis 6% svarenda úr þjónustustétt sig í verkalýðsstétt en sama á við um 43% svarenda úr verkalýðsstétt. Einstaklingstekjur hafa mikil áhrif á huglæga stéttarstöðu. Sextíu og átta prósent þeirra sem eru með meira en 600 þúsund krónur á mánuði skipa sér í efri millistétt, samanborið við 33% þeirra sem eru með 150 þúsund krónur eða minna á mánuði. Líklegt er að seinna hlut- fallið sé hærra en efni standa til því hlutfall einstaklinga utan vinnumarkaðar er hæst í lægsta tekjuflokknum. Ætla má að einstaklingar í þessum hópi hneigist til að „taka að láni― stéttar- stöðu foreldra og/eða maka (Goldthorpe, 1983), eða svara með tilliti til væntanlegrar stéttar- stöðu í framtíðinni (Gruder, 1977). Þessu til stuðnings má nefna að í næstlægsta tekjuhópnum, þar sem fleiri eru í fullri vinnu, skipa einungis 27% sér í efri millistétt. Einungis 6% þeirra sem eru í hæsta tekjuhópnum sjá sig í verkalýðsstétt, samanborið við 25% í lægsta tekju- hópnum. Sextíu og sjö prósent þeirra sem koma frá heimilum með meira en eina milljón krónur í

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.