Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Síða 11

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Síða 11
 13 Guðmundur Ævar Oddsson hagsstéttir. ÍSTARF 95 er lítillega breytt útgáfa af alþjóðlega staðlinum ISCO-88 (Alþjóðavinnumálastofnunin, 1987; Ganzeboom og Treinman, 2003). Einstaklingstekjur: Þessi breyta er heildarmánaðartekjur einstaklings fyrir skatta. Svör voru kóðuð á raðkvarða með fimm flokkum, frá 150 þúsund krónum eða minna og upp í 600 þúsund krónur eða meira. Aðferð sennilegustu gilda (Harman, 1976) var notuð til að meta ein- staklings- og heimilistekjur þeirra sem ekki svöruðu spurningum þess efnis. Heimilistekjur: Þessi breyta er heildarmánaðartekjur heimilis fyrir skatta. Svör voru kóðuð á raðkvarða með fimm flokkum, frá 250 þúsund krónum eða minna og upp í eina milljón krónur eða meira. Menntun: Menntunarbreytan er hæsta menntunarstig viðkomandi samkvæmt alþjóðlega flokkunarstaðlinum ISCED-97 (Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, 1997). Kóðað var í þrjá flokka: Skyldunám, framhaldsskólanám og háskólanám. Niðurstöður Sjötíu og átta prósent svarenda voru tilbúin að velja það stéttarheiti sem þeim fannst best eiga við sig. Flestir völdu annað hvort neðri millistétt (46%) eða efri millistétt (35%). Einungis 16% völdu verkalýðsstétt. Mjög fáir sjá sig í undirstétt (2%) eða yfirstétt (1%). Framangreint sýnir að mikill meirihluti aðspurðra Íslendinga er viljugur til að skipa sér í þjóðfélagsstétt. Til þess að sjá hvernig svörin koma heim og saman við félagslegar aðstæður svarenda skoðum við fylgni þeirra við efnahagsstétt og stéttarvísa, þ.e. einstaklings- og heimilistekjur og menntun. Í töflu 2 er notast við þriggja stétta líkan. Þar má sjá að Íslendingar skipa sér almennt í stétt í samræmi við efnahagsstétt og stéttarvísa. Fyrir vikið er hægt að álykta að Íslendingar séu nokkuð vel meðvitaðir um eigin stéttarstöðu. Þessu ber vitni sterk jákvæð fylgni hug- lægrar stéttarstöðu og efnahagsstéttar annars vegar og huglægrar stéttarstöðu og stéttarvísa hins vegar. Samt sem áður er nokkur tilhneiging hjá öllum undirhópum til að sjá sig í annarri hvorri millistéttinni. Helmingur svarenda í þjónustustétt (50%) skipar sér í efri millistétt, en einungis 30% svarenda í millistétt og 21% í verkalýðsstétt gera slíkt hið sama. Níutíu og fjögur prósent svar- enda í þjónustustétt og 82% úr millistétt velja aðra hvora millistéttina. Aðeins 57% svarenda úr verkalýðsstétt skipa sér í aðra hvora millistéttina. Ennfremur sjá einungis 6% svarenda úr þjónustustétt sig í verkalýðsstétt en sama á við um 43% svarenda úr verkalýðsstétt. Einstaklingstekjur hafa mikil áhrif á huglæga stéttarstöðu. Sextíu og átta prósent þeirra sem eru með meira en 600 þúsund krónur á mánuði skipa sér í efri millistétt, samanborið við 33% þeirra sem eru með 150 þúsund krónur eða minna á mánuði. Líklegt er að seinna hlut- fallið sé hærra en efni standa til því hlutfall einstaklinga utan vinnumarkaðar er hæst í lægsta tekjuflokknum. Ætla má að einstaklingar í þessum hópi hneigist til að „taka að láni― stéttar- stöðu foreldra og/eða maka (Goldthorpe, 1983), eða svara með tilliti til væntanlegrar stéttar- stöðu í framtíðinni (Gruder, 1977). Þessu til stuðnings má nefna að í næstlægsta tekjuhópnum, þar sem fleiri eru í fullri vinnu, skipa einungis 27% sér í efri millistétt. Einungis 6% þeirra sem eru í hæsta tekjuhópnum sjá sig í verkalýðsstétt, samanborið við 25% í lægsta tekju- hópnum. Sextíu og sjö prósent þeirra sem koma frá heimilum með meira en eina milljón krónur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.