Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 14
16
Tafla 3 Huglæg stéttarstaða eftir búsetu, aldri og kyni
Skýringar: (1) Í þessari töflu er notast við þriggja stétta líkan. Svarendur er völdu yfirstétt eru
kóðaðir í efri millistétt og þeir sem völdu undirstétt eru kóðaðir í verkalýðsstétt. (2) Mark-
tækni: *p < 0,05, **p < 0,01, ***p < 0,001, (3) Taflan sýnir prósentutölur, að tölunum í
fjöldadálkinum undanskildum.
Einungis þrjú lönd hafa hærra hlutfall sem velur efri millistétt en Ísland (35%): Sviss (46%),
Svíþjóð (39%) og Kýpur (38%). Sömu þrjú lönd hafa einnig hærra samanlagt hlutfall svar-
enda sem velja yfirstétt og efri millistétt en Ísland (36%): Sviss (49%), Svíþjóð (41%) og
Kýpur (40%).
Fjörutíu og sex prósent Íslendinga velja lægri millistétt. Einungis Indónesía (57%),
Suður-Kórea (53%), Jórdan (51%), Georgía (48%) og Japan (46%) hafa hærra eða sama hlut-
fall. Þó nokkur hafa 40% eða hærra: Egyptaland (45%), Tæland (45%), Andorra (43%), Síle
(43%), Kína (43%), Þýskaland (40%) og Noregur (40%). Hins vegar eru öll þessi lönd, að
Sviss (12%) og Indónesíu (18%) undanskildum, með hærra samanlagt hlutfall verkalýðsstéttar
og undirstéttar en Ísland (18%).
Einvörðungu 16% Íslendinga skipa sér í verkalýðsstétt, sem er tiltölulega lágt hlutfall
samanborið við hin löndin. Í raun eru einungis sex lönd með sama eða lægra hlutfall:
Indónesía (8%), Rúanda (11%), Sviss (11%), Jórdan (15%), Sambía (15%) og Svíþjóð (16%).
Á hinn bóginn eru öll sex löndin, að Sviss (1%) undanskildu, með hærra hlutfall svarenda sem
segjast vera í undirstétt en Ísland (2%), frá 5% í Svíþjóð til 62% í Rúanda.
Fáir Íslendingar segjast vera annað hvort í undirstétt (2%) eða yfirstétt (1%). Aðeins í
Sviss segjast hlutfallslega færri vera í undirstétt (1%). Rétt eins og með flest þróuð iðnríki í
Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni skipar um 1% íslenskra svarenda sér í yfirstétt. Einungis Sviss
(3%) og Svíþjóð (2%) hafa hærra hlutfall.
Efri milli-
stétt
Neðri milli-
stétt
Verkalýðs-
stétt
Mark-
tækni (X2)
Fjöldi
Búseta *** 620
Höfuðborgarsvæði 42,7 46,0 11,2 365
Landsbyggð 27,5 45,5 27,1 255
Aldur ** 620
40 ára og eldri 36,8 40,5 22,7 312
39 ára og yngri 36,1 51,1 12,2 299
Kyn Ekki mark-
tækt
620
Karlar 34,5 44,9 20,6 296
Konur 38,3 46,6 15,1 324
Samtals 36,5 45,8 17,7 620