Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 27

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 27
 29 Þorgerður Einarsdóttir Íslands, með yfir 90 ára millibili. Sú fyrri er sett fram á erfiðleikaárinu 1917 og sú síðari eftir hrunið 2008.4 Báðar ályktanirnar fela í sér mikilsverðar upplýsingar um þjóðfélagsástandið, samfélagslega hlutdeild kvenna og gerendahæfni (e. agency). Ályktanirnar hljóða svo: Fundurinn mótmælir þeirri ráðstöfun landsstjórnar og bæjarstjórnar að ganga fram hjá konum við skipun dýrtíðarnefnda, og skorar á þessi stjórnvöld að bæta tveimur konum við í verðlagsnefnd, matarnefnd og húsaleigunefnd, hverja fyrir sig. Sömuleiðis að verði fleiri nefndir skipaðar í dýrtíðarmálum, þá verði þær hlutfallslega jafnt skipaðar konum og körlum ([Bríet Bjarnhéðinsdóttir], 1917c: 41). Kvenréttindafélag Íslands harmar það ástand sem upp er komið á fjármálamörkuðum og hjá fjármálastofnunum landsins. Við yfirtöku ríkisins á fjármálastofnunum hefur Fjármálaeftirlitið skipað þrjár skilanefndir. Aðeins tvær konur eru meðal þeirra fimmtán sem skipaðir hafa verið í nefndirnar. Kvenréttindafélag Íslands krefst þess að Fjármálaeftirlitið fari að íslenskum lögum eins aðrar stofnanir og gæti að hlutfalli kynjanna þegar skipað er í nefndir (Kvenréttindafélag Íslands, 2008). Kreppa. Nokkur orð um hugtakið kreppu áður en lengra er haldið, en orðið „kreppur“ kemur fyrir í yfirskrift greinarinnar. Ólafur Páll Jónsson og Guðmundur Jónsson ræða margvíslega merkingu hugtaksins í þemahefti Ritsins, „Eftir hrunið“, árið 2009. Ólafur Páll vísar í hagfræðilega skilgreiningu á kreppu en hún er þegar þjóðarframleiðsla dregst verulega saman tvo ársfjórðunga í röð. Ólafur Páll undirstrikar mikilvægi þess að horfa ekki einungis á ytri hlið kreppunnar heldur einnig aðrar hliðar svo sem sjálfsmyndarkreppur og sálrænar kreppur og hvernig þær hafa sett mark sitt á íslenskan samtíma (Ólafur Páll Jónsson, 2009). Guðmundur rýnir í kreppur frá sögulegu sjónarhorni, m.a. ástandið í fyrri heimsstyrjöldinni, eftirstríðsárakreppuna 1920-1923, efnahagserfiðleika, pólitíska ólgu, heimskreppuna á 4. áratugnum og seinni heimsstyrjöldina (Guðmundur Jónsson, 2009). Í íslensku samhengi er algengast að vísað sé til 4. áratugar síðustu aldar sem „kreppuáranna“ og ekki er venja að tala um erfiðleikaárin í kringum fyrri heimsstyrjöldina sem kreppuástand. Lýsingar og vitnisburður um ástandið á þeim tíma gefa þó til kynna að mjög hart hafi verið í ári og í því samhengi er vert að huga að orðum Ólafs Páls um huglægar og sálfræðilegar hliðar á kreppum. Þótt kreppan á fjórða áratugnum hafi fengið það heiti í sögulegu minni þjóðarinnar er ljóst að erfiðleikar voru mjög miklir á árunum kringum fyrra stríð. Guðjón Friðriksson fjallar um tímabilið 1914-1918 undir yfirskriftinni „Stríðsþreng- ingar“ í bók sinni Saga Reykjavíkur (1994: 3). Hann segir að frá 1916 til 1918 hafi ríkt neyðarástand í Reykjavík og hafi það lýst sér í atvinnuleysi, húsnæðisvandræðum, verðbólgu og skorti á eldsneyti, matvælum og byggingarefni. Við þetta bættist frostaveturinn mikli 1918 og spænska veikin (Guðjón Friðriksson, 1994). Það er með tilvísun í þessar aðstæður sem hér á eftir er vísað til samtíma okkar og áranna kringum fyrri heimsstyrjöldina sem kreppu- ástands. Kyngervi. Kynjavíddin í fræðilegri umræðu er gjarnan á tveimur plönum sem birtast í aðgreiningu í kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender). Á nokkuð einfaldan hátt má segja að hugtakið kyn snúist um líffræðilegt kyn og hausatölu. Hugtakið kyngervi er eitt helsta grein- ingartæki nútíma kynjarannsókna og hefur víðari skírskotun. Með því er hugtakið kyn víkkað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.