Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 31

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 31
 33 Þorgerður Einarsdóttir kvenna fyrir samfélagslegri dagvistun fór í þennan farveg. Árið 1924 stofnuðu konur Barnavinafélagið Sumargjöf og þar var hugmyndin um hlutadagvistun fest frekar í sessi. Hlutadagvistun jókst fram eftir allri 20. öldinni, samhliða opnum leikvöllum, til að konur gætu sinnt launavinnu meðfram húsmóðurstarfi. Þetta fyrirkomulag mætti engan veginn þörfum margra kvenna og endurspeglaði ekki veruleika þeirra. En hugmyndin um konur sem mæður og húsmæður var ráðandi og raunverulegar breytingar urðu ekki fyrr en á 10. áratug síðustu aldar þegar heilsdagsvistun barna komst á dagskrá fyrir alvöru (Helga Kristín Benediktsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, 2009). Þótt konur ættu lagalegan rétt til styrkja og embætta áttu þær ekki greiðan aðgang að embættismannakerfinu. Mikið hallar á konur í opinberum störfum, segir í 19. júní árið 1917, þar sem greint er frá svokallaðri Starfskrá. Engin kona átti sæti í landsdómi eða vann í stjórnarráðinu. Engin kona var dómari, sýslumaður, lögregla, hreppsstjóri eða læknir, engin kona gegndi „geistlegu embætti“ eða var í kirkjustjórn, og engin hafði fengið skálda- eða listamannastyrk. „...[F]ylkingin [er] auð af konum hið efra, en þeim fjölgar eftir því sem neðar dregur. Við hinar æðri mentastofnanir, svo sem háskólann, hinn almenna mentaskóla, gagnfræðaskólann á Akureyri og kennaraskólann er engin kona fastur kennari“ ([Inga Lára Lárusdóttir], 1917: 39-40). Hins vegar eru tveir stórir starfahópar kvenna en það eru ljósmæður og kennarar. Laun kvenna eru langtum lægri en karla og greinarhöfundur gerir kröfu um sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kyni. „Sú krafa er réttmæt og hlýtur að vera tekin til greina sé henni fylgt fram með djörfung og samheldni“ ([Inga Lára Lárusdóttir], 1917: 39- 40). Þess má geta að fyrstu heildstæðu lögin um launajafnrétti á vinnumarkaði voru sett árið 1961 en um hálfri öld síðar var kynbundinn launamunur enn umtalsverður og með því mesta í Evrópu (Lilja Mósesdóttir o.fl., 2006). Sá skilningur íslenskra kvenna árið 1917 að þær væru „rétthæstar allra kvenna í víðri veröld“ blés þeim í brjóst ríkan vilja til samfélagslegrar þátttöku og ábyrgðar. Kvenréttindakonur brýndu aðrar konur til virkni og áhrifa. Framlagi þeirra og þátttöku var hins vegar veitt í þann farveg sem samfélagið hafði skilgreint fyrir þegnrétt þeirra. Röksemdafærslan tók mið af húsmóðurhugmyndafræðinni en í henni fólst að konur væru fyrst og fremst mæður og húsmæður. Sérfræði kvenna var annars vegar talin spretta af hlutverki þeirra sem húsmæðra og hins vegar af þekkingu í krafti opinberrar stöðu sem hússtjórnarkennslukvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði í Kvennablaðið í febrúar 1917, þá stödd í Kaupmannahöfn, og gerði dýrtíðar- og bjargræðisnefndir að umtalsefni. Hún klæddi þessar hugsanir í þann búning sem orðræða samtímans leyfði. Hún sagði að alls staðar í Norðurálfunni sætu konur í dýrtíðar- og bjargræðisnefndum; tekið væri tillit til þess að þær hefðu betur vit á slíkum efnum en karlmenn. Á Íslandi þætti hins vegar sjálfsagt að ganga fram hjá þeim: „Það er aðeins á Íslandi sem karlmennirnir ætla sér bezta og mesta vitið og þekkinguna í þeim efnum“ (Bríet Bjarnhéðinsdóttir, 1917a: 22). Þekkinguna taldi hún sprottna af vinnu kvenna á heimilinu. Í sama streng tók ritstjóri 19. júní, Inga Lára Lárus- dóttir, og ítrekaði ábyrgð kvenna á tímum „dýrtíðarinnar“: „Afkoma þjóðarinnar á þessum vandræða tímum er mjög undir stjórnsemi og hagsýni húsmæðranna komin, hvort þær eru hátt eða lágt settar, stjórna stóru eða litlu heimili. Dýrtíðin drepur á hverjar einustu dyr“ ([Inga Lára Lárusdóttir], 1917: 10). Fundurinn sem getið var um hér í upphafi var haldinn að tilhlutan Kvenréttindafélagsins í Bárunni 7. júlí 1917 og hann sóttu „á þriðja hundrað kvenna“ ([Bríet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.