Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 35

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 35
 37 Þorgerður Einarsdóttir neytið, 2009). Af þessu er ljóst að afrakstur kvenna af menntun sinni og mannauði er ekki í samræmi við afrakstur karla og lýsa skýrsluhöfundar WEF sérstökum áhyggjum af þessu (Hausmann o.fl., 2010). Þá hefur menntun ekki skilað konum pólitískum völdum á við karla. Árið 1983 þegar hlutur kvenna á Alþingi var 5%, voru kynjahlutföll á sérskóla- og háskóla- stigi nánast jöfn og 70% kvenna á vinnumarkaði (Þorgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, 2009). Það er ljóst að hin mikla réttarbót kvenna frá 1911, með aðgengi að námi, styrkjum og embættum, hefur runnið um farveg sem ekki hefur nýst þeim til jafns við karla. Mæðra- og húsmæðrahyggjan sem ruddi sér til rúms á þriðja og fjórða áratug 20. aldar varð ráðandi hugmyndafræði um samfélagslegt hlutverk kvenna um áratugaskeið, eins og fyrr segir (Sigríður Matthíasdóttir, 2004). Þótt hún hafi misst flugið sem ráðandi hugmyndafræði upp úr 1970 með nýju kvennahreyfingunni og aukinni atvinnuþátttöku kvenna, lifir hugmyndaarfurinn. Enn hefur atvinnuþátttaka kynbundin formerki. Á vinnumarkaði uppskera karlar meira en konur í launum, óháð menntun, og hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en sambærileg karlastörf (Þorgerður Einarsdóttir og Kristjana Stella Blöndal, 2004). Konur á Íslandi eiga mörg börn í alþjóðlegum samanburði og þær hafa samræmt atvinnulíf og móður- hlutverk í meira mæli en konur í mörgum öðrum löndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna er enn litið á karla sem fyrirvinnur og alvöru starfsmenn og konur sem hálfdrættinga. Karlar eru ofar í stigveldinu en konur, óháð menntun, og störf þeirra bjóða upp á meiri sveigjanleika. Konur bera meginábyrgð á heimilisstörfum og umönnun barna og eru frekar í störfum sem bjóða upp á minni sveigjanleika og sjálfræði en störf karla (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2009). Þótt konum í stjórnendastöðum og í framastörfum hafi fjölgað undanfarna áratugi sýna rannsóknir á því sviði fram á ákveðnar þversagnir. Rannsóknir Guðnýjar Guðbjörnsdóttur á stjórnendum benda til þess að konur þurfi að vinna meira eða vera betri en karlar til að uppskera sömu viðurkenningu og karlar, en verði samt aldrei „ein af strákunum“. Staðalmyndir gera ráð fyrir því að konur komi ekki fram af sama „myndugleik“ og karlar, en ef þær gera það missa þær trúverðugleika sem kvenstjórnendur. Guðný telur að vegna reynsluleysis eða skorts á fyrirmyndum reyni ungar konur oft að líkjast karlstjórnendum í fasi, viðmóti og klæðaburði. Við það eigi þær hins vegar á hættu að tapa sérstöðu sinni sem leiðtogar (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2001: 33-35). Ljóst er að gerendahæfni kvenna á þessu sviði byggist ekki á sömu forsendum og gerendahæfni karla. Óhætt er að fullyrða að samfélagslegt framlag og þátttaka kvenna hafi aukist en völd og áhrif séu ekki í fullu samræmi við það. Þegnréttur kvenna er ekki spegilmynd af þegnrétti karla. Þær eru ekki útilokaðar frá samfélagslegri þátttöku en þær eru meðteknar á öðrum for- sendum en karlar. Samfélagslegt hlutverk þeirra og þegnréttur taka mið af fjölskylduábyrgð og móðurhlutverki, og á það við í dag eins og fyrir 100 árum síðan. Hin hugmyndafræðilega umgjörð er þó gjörólík. Þar sem þegnréttur kvenna tók mið af húsmóðurhugmyndafræðinni hér áður fyrr liggur ímyndin um hinn frjálsa einstakling til grundvallar í dag. Konur taka á sig stóran hluta umönnunar barna og fjölskylduábyrgðar en þá ábyrgð axla konur þó æ sjaldnar með tilvísun í meðfæddan kynjamun eða skyldur sínar sem mæðra heldur með tilvísun í að það sé frjálst val þeirra (Bryndís Erna Jóhannsdóttir, 2010; Gyða Margrét Pétursdóttir, 2009). Hefðbundin kynjatengsl eru með öðrum orðum réttlætt með nýjum rökum. Á sama tíma hefur ný kvenímynd stigið fram á sjónarsviðið. Eldri táknmyndir kven- ímynda um móður- og húsmóðurhlutverkið kölluðust gjarnan á við fyrirvinnuna sem tákn-

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.