Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 37

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 37
 39 Þorgerður Einarsdóttir minnkandi eftirliti, og niðurskurði velferðarkerfa (Atli Harðarson, 2001; Mikael Karlsson, 2008; Stefán Ólafsson, 2008). Nú eru Íslendingar óðum að gera upp við þessa tilraun, einnig frá kynjafræðilegu sjónarmiði (Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, 2010). Hugmyndafræði nýfrjálshyggju var ein forsenda útrásarinnar. Mannskilningur ný- frjálshyggjunnar og hugmyndir um einstaklinginn skipta miklu máli en á grundvelli þeirra hefur mannfólkinu verið eignað skynsemi og vit. Í sögulegu samhengi hefur hin viti borna skynsemisvera haft hinn hvíta karlmann sem viðmið (Scott, 1996). Þetta sést vel í íslensku útrásinni. Rannsóknarnefnd Alþingis rekur hrunið til einkavæðingar bankanna, hagstjórnar- mistaka og áhættusækni íslenskra banka- og viðskiptamanna. Í skýrslu nefndarinnar er sýnt fram á að útrásarvíkingarnir hafi verið einsleitur hópur karla af yngri kynslóðinni (Rann- sóknarnefnd Alþingis 2010, 8. bindi: 41, 287-288). Þetta var birtingarform á hnattrænu fyrir- bæri en á tímum alþjóðavæðingar og viðskiptafrelsis hefur stjórnendum stórfyrirtækja verið lýst sem merkisberum ráðandi karlmennskuhugmynda (Collins og Hearn, 1996). „Útrásarkarl- mennskan“ nærðist á sjálfstrausti karla sem sveipuðu um sig orðræðu peninga og valda (Connell og Wood, 2005) og fyrirtækjamenning nýfrjálshyggju hvíldi á óorðuðum karlmennskuhugmyndum um djörfung, áhættu, ágengni og hugvit (Elias, 2008). Æðstu ráðamenn landsins færðu þessa hugmyndafræði í þjóðernislegan búning. Ímyndarskýrsla forsætisráðherra, Ímynd Íslands (2008), er eitt dæmi um þetta, en Sagn- fræðingafélagið setti fram gagnrýni á þá söguskoðun er þar birtist (Ímynd Íslands – bréf til forsætisráðherra, 2008). Forseti Íslands lagði einnig sitt af mörkum. Erindi sem hann hélt hjá Sagnfræðingafélaginu árið 2006 sýnir hugmyndafræðina í hnotskurn (Ólafur Ragnar Gríms- son, 2006). Að mati rannsóknarnefndar Alþingis hélt hann á lofti „gagnrýnislausri lofgjörð um yfirburði íslenskra athafnamanna eða „athafnaskálda““ (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, bindi 8: 171). Á vissan hátt fól markaðshyggjan í sér að hugmyndalegt forræði stjórnmála og stjórnmálamanna laut í lægra haldi fyrir viðskiptalífinu (Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, 2010). Einn af þeim þáttum sem átti þátt í hruninu er kerfi sem ýtti undir og umbunaði áhættusækni. Sálfræðilegar rannsóknir sýna að karlar hafa ofurtrú á sjálfum sér oftar en konur, og það á ekki síst við í fjármálaheiminum (Barber og Odean, 2001). Ennfremur hefur verið sýnt fram á að kvenstjórnendur taka minni áhættu og fjárfestingar þeirra eru áhættuminni en fjárfestingar karla (Katrín Ólafsdóttir, 2010). Hvata- og bónuskerfi íslensku bankanna ýttu undir áhættuhegðun. Launadreifing í íslensku bönkunum fyrir hrun sýnir að fámennur hópur karla meðal æðstu stjórnenda fékk margfalt meira í sinn hlut en aðrir og munurinn jókst eftir því sem nær leið hruni. Bónusgreiðslur til starfsmanna bankanna voru ekki tengdar rekstrarárangri með kerfisbundnum hætti heldur voru að stórum hluta byggðar á huglægu mati æðstu stjórnenda (Rannsóknarnefnd Alþingis 2010, bindi 3: 86). Það er þekkt mynstur erlendis frá að hætta er á bakslagi í kynjatengslum á kreppu- tímum (Borland og Sutton, 2007; Katrín Ólafsdóttir, 2010). Fyrstu einkenni kreppuáhrifa eru iðulega aukið atvinnuleysi meðal karla. Það átti einnig við hér á landi þar sem fjármálageirinn og byggingargeirinn sem fyrst hrundu voru vinnumarkaðir karla (Vinnumálastofnun, 2010). Árið 2009 var atvinnuleysi karla 8,6% samanborið við 5,7% hjá konum en atvinnuleysi hafði verið 3% eða lægra hjá báðum kynjum síðustu fimm árin þar á undan (Hagstofa Íslands, 2010). Skýrslu WEF þarf að skoða í þessu ljósi. Reynsla annarra landa sýnir að atvinnuleysi kvenna kemur síðar og verður meira. Það helgast ekki síst af niðurskurði í opinbera geiranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.