Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 40

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 40
 42 Árið 1917 töldu íslenskar konur að lagalegur réttur kvenna á Íslandi væri með því besta sem gerðist í víðri veröld. Þær höfðu ýmislegt til síns máls. Lagaleg réttindi kvenna til náms, embætta og pólitískrar þátttöku voru með þeim bestu sem þekktust. Þetta leiddi þó ekki sjálfkrafa til hlutdeildar, áhrifa og valda. Konum var ekki meinuð samfélagsleg þátttaka en þátttaka þeirra var skilyrt. Hlutdeild þeirra tók mið af menningarlegum hugmyndum um hlutverk kvenna sem mæðra og húsmæðra. Það skapaði lífi þeirra umgjörð ekki síður en hið opinbera regluverk og kerfislægir þættir eins og fyrirkomulag velferðarmála og fleira. Hvorki stjórnmálaréttindin né heldur réttindi kvenna til náms og atvinnu nýttust þeim sem skyldi, því menningarbundnar hugmyndir um hlutverk kvenna toguðu í aðra átt. Í greininni eru færð rök fyrir því að þegnréttur kvenna hafi hvílt á forsendum húsmóðurhugmyndafræðinnar sem að hluta til vann gegn yfirlýstum markmiðum hinna ný- fengnu réttinda. Sú hugmyndafræði skapaði viðmið og orðræðu sem beindi virkni kvenna og gerendahæfni í tiltekinn farveg. Konur höfðu formlegan rétt til þátttöku en væntingar um hlut- verk þeirra takmörkuðu möguleikana til að nýta hann. Stór hópur kvenna var á vinnumarkaði, einkum fátækar konur. Samfélagið naut því vinnukrafta þeirra en gerði að öðru leyti ekki ráð fyrir þeim, þörfum þeirra né börnum þeirra. Þetta sýnir að þegnréttarhugtakið er kynbundið og stéttbundið. Skipan dýrtíðarnefndanna 1917, mótmæli kvennanna og eftirmáli þeirra, voru hér notuð til að afhjúpa undirliggjandi hugmyndir um þegnrétt kvenna. Hrunið 2008 og kreppan sem fylgdi í kjölfarið átti sér stað við annars konar aðstæður. Ísland er auðugt velferðarríki í upphafi 21. aldar samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum. Staða kvenna er með því besta sem þekkist og árin 2009 og 2010 er kynjabilið minnst á Íslandi af löndum heims í mælingu WEF. Konur eru þátttakendur á vinnumarkaði nánast til jafns við karla, menntun þeirra er orðin jafn mikil eða meiri, en völd þeirra og áhrif eru ekki í samræmi við það. Vilji þeirra til þátttöku er til staðar sem fyrr, eins og mótmæli Kvenréttindafélagsins árið 2008 sýna. Umfjöllunin sýnir margvíslegar þversagnir í kynjatengslum samtímans. Enn hefur þegnréttur kynbundin formerki, konur og karlar búa við ólíkan þegnrétt á báðum þeim tímaskeiðum sem fjallað er um, þó með mismunandi hætti. Hrunið gefur tækifæri til að skoða kynjatengsl í nýju ljósi rétt eins og ástandið 1917. Ein af þeim þversögnum sem hér hafa verið skoðaðar er að kynjabilið, eins og það er mælt af WEF, hafi minnkað á Íslandi eftir kreppuna. Í greininni er leitast við að svara þeim spurningum um kyngervi og þegnrétt sem þetta vekur. Í samtíma okkar hefur húsmóðurhugmyndafræðin verið leyst af hólmi af hugmyndinni um að konur hafi frjálst val um hlutverk sín í lífinu. Í dag eru það ekki hugmyndir um eðlislægt móður- og húsmóðurhlutverk sem ramma inn hlutdeild kvenna, gerendahæfni og þátttöku heldur hugmyndin um óheft frelsi. Það þýðir að konur eru taldar hafa frelsi til að velja sér hlutverk. Þær hafa formlegt frelsi til að velja hvort heldur er hefðbundið húsmóður- hlutverk eða hlutverk hinnar kynferðislega ögrandi og aðgengilegu nútímakonu. Formlega hafa þær frelsi til að velja frama í viðskiptum og stjórnmálum. Hugmyndin um frelsið horfir hins vegar fram hjá kerfislægum en ósýnilegum hindrunum, þeim menningarbundnu hug- myndum sem veita möguleikum og tækifærum í tiltekinn farveg. Ríkjandi kynjamynstur sýna í reynd að hinar ýmsu leiðir eru misjafnlega greiðfærar. Í greininni eru færð rök fyrir því að minnkandi kynjabil í mælingu WEF eigi sér að hluta til skýringar í hruninu og tengist undirliggjandi hugmyndum um þegnrétt og kyngervi. Staða karla versnar gjarnan í upphafi kreppuástands, en staða kvenna versnar þegar líða tekur á. Sterkari staða kvenna í stjórnmálum er í reynd það sem kom Íslandi í fyrsta sæti í mælingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.