Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 49

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 49
 51 Jón Rúnar Sveinsson Sýn manna á merkingu hugtaksins „félagslegt húsnæði“ er margvísleg. Þó má nálgast grunnskilgreiningu á fyrirbærinu með því að nota það um húsnæði, nær alltaf leiguhúsnæði, sem byggt er með opinberum stuðningi og ætlað fjölskyldum með lágar tekjur. Í þeim löndum þar sem félagslegt leiguhúsnæði er lítill hluti alls húsnæðis er beitt tekjuviðmiðunum við úthlutun félagslegra íbúða, auk skilyrða um svo eða svo bágbornar félagslegar aðstæður. Allmörg Evrópulönd, svo sem Svíþjóð, Danmörk og Holland, búa hins vegar við það stóra almenna íbúðageira – frá um 20% upp í um eða yfir 40% alls húsnæðis – að aðgangur að slíkum leiguíbúðum er öllum heimill. Bretland var einnig í þessum hópi fram að útsölu ríkisstjórnar Íhaldsflokksins á níunda áratugnum á íbúðum breskra sveitarfélaga (sjá t.d. Power, 1993; Harloe, 1995; Sahlin, 2008; Peabody Trust, 2010). Ástæður félagslegra aðgerða í húsnæðismálum hafa verið af ýmsum toga. Fyrir iðnbyltingu var það einkum kirkjan og stofnanir henni tengdar sem komu inn á þetta svið og þá sem hluta af ölmusugjöf til fátækra. Þrátt fyrir að borgamyndun 19. aldar hefði í för með sér víðtæka húsnæðisneyð ríkti eigi að síður alla þá öld sú meginstefna að húsnæðismál lægju utan verksviðs ríkisins og láta ætti markaðinn um að leysa þau. Hér á Íslandi ríkti áþekkur hugsunarháttur; þegar Héðinn Valdimarsson lagði fram fyrrnefnt verkamannabústaða­ frumvarp sitt byggðust gagnrök andstæðinganna mjög á hugmyndinni um ágæti markaðarins við lausn húsnæðisvandans (Alþingistíðindi, 1929B: 3320-3486). Áratugirnir eftir síðari heimsstyrjöld einkenndust í þróaðri ríkjum Vestur- og Norður- Evrópu af uppbyggingu velferðarríkisins, sem náði hápunkti um 1975, þrjátíu árum eftir stríðslokin. Eftir það fara velferðaráherslur hjaðnandi og er í því sambandi oft miðað við miðjan áttunda áratug 20. aldar sem vendipunkt, þ.e. árin eftir efnahagsóreiðu olíukreppunnar 1973 (sjá t.d. Stefán Ólafsson, 2003; Malpass, 2005). Alltaf var misjafnt milli ólíkra málaflokka hve miðlægir þeir voru í þróun velferðar­ ríkisins. Þannig urðu heilbrigðismál, sjúkratryggingar og lífeyrismál í flestum löndum meginþáttur í velferðarkerfinu. Félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum hafa hins vegar oft haft jaðarstöðu sem velferðarþáttur. Mest áberandi undantekningarnar frá þessu voru norrænu vel­ ferðarríkin, einkum þau „skandinavísku“: Svíþjóð, Danmörk og Noregur. Norski fræðimaður­ inn Ulf Torgersen hefur greint stöðu húsnæðisstefnunnar á myndrænan hátt með því að lýsa henni sem hinum „valta stólpa velferðarríkisins”, þ.e. þeirri stoð þess er stóð á veikustum grunni þegar frjálshyggjubylgjan reið yfir (Torgersen, 1987). Húsnæðisuppbygging áranna eftir seinni heimsstyrjöld byggðist ekki síst á fjölbreyti­ legri þróun nýrrar tækni í byggingariðnaði. Mikilvægur þáttur í þessari þróun voru tæknilegar rannsóknarstofnanir þar sem leitað var hagkvæmustu og hraðvirkustu aðferðanna við bygg­ ingu íbúðarhúsnæðis. Stofnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins árið 1965 táknaði landnám slíkra tæknilegra byggingarrannsókna hér á landi. Samhliða víðtækum tæknirannsóknum í byggingariðnaði á mótunarskeiði húsnæðis­ stefnu eftirstríðsáranna beindist einnig vaxandi athygli félagsvísindamanna að þróun hús­ næðiskerfa og mótun húsnæðisstefnu iðnríkjanna. Félagsfræðingar hafa víðast hvar verið áberandi innan húsnæðisrannsókna, ásamt stjórnmálafræðingum, hagfræðingum, landfræð- ingum og skipulagsfræðingum. Þegar húsnæðið er síðan sett í samhengi borgarrýmisins verða mörk húsnæðisrannsókna og rannsókna innan borgarfræða og skipulagsfræða oft óglögg. Húsnæðisrannsóknir báru lengi vel yfirbragð heldur snöggsoðinnar reynsluhyggju, en upp úr 1990 hófst þróun í átt til kenningatengdari rannsóknahefða en verið hafði (Malpass,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.