Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 61

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 61
 63 Jón Rúnar Sveinsson Umræður og lokaorð Hér að framan hefur verið leitast við að varpa ljósi á upphaf, þróun og hreyfiöfl félagslegar húsnæðisstefnu á Íslandi frá upphafi verkamannabústaðanna árið 1929 til lokunar félagslega húsnæðiskerfisins árið 1999 og fyrstu skrefunum við uppbyggingu takmarkaðs leiguíbúða­ kerfis á nýrri öld. Í stuttu máli er það meginniðurstaðan að félagsleg húsnæðisstefna hafi þróast bæði seint og hægt hér á landi í samanburði við nágrannalöndin og einkennst af áherslu á einkaeign félagslegra íbúða í stað uppbyggingar félagslegs leiguíbúðakerfis. Það var ekki fyrr en á síðustu áratugum 20. aldar að uppbygging félagsleg húsnæðis hófst af nokkrum krafti og á þann uppbyggingarþráð var svo skorið með afgerandi hætti með áherslum þeim sem voru ríkjandi í húsnæðislögum ársins 1999. Húsnæðisrannsóknir hafa eftir 1990 vaxið inn í öflugri flóru kenningarlegra viðmiðana en áður og í stað kenningasmíða í anda samleitnikenninga hefur áhersla á sundurleitni hús­ næðiskerfa og vegartryggð (path dependence) þeirra orðið mun meira áberandi. Það hve ís­ lenska húsnæðiskerfið er ólíkt húsnæðiskerfum hinna Norðurlandanna (sjá Bengtsson, 2006b) fellur vel að kenningum sundurleitnihefðarinnar innan alþjóðlegra húsnæðisrannsókna. Ís- lensk húsnæðismál eru þó ennþá fremur lítið rannsökuð og um sumt er erfitt að afla nægjan­ legra gagna, svo sem skortur á nákvæmum upplýsingum um skiptingu húsnæðisforðans í eignarhúsnæði og leiguhúsnæði ber vitni. Eftir bankahrunið 2008 og vegna yfirstandandi efnahagskreppu í kjölfar þess er ljóst að forsendur séreignarstefnu í húsnæðismálum eru ger- breyttar á Íslandi. Þróun íslenska húsnæðiskerfisins eftir 2004 var ríkum í mæli samofin ferl- inu sem leiddi til bankahrunsins og því er greining á því hvað fór úrskeiðis í húsnæðismálum hluti af þeirri heildargreiningu sem þarf að fara fram hérlendis á öllum þeim pólitísku, efna- hagslegu og félagslegu ferlum sem báru í sér fræ hrunsins 2008. Upphaf félagslegra íbúðabygginga hér á landi mótaðist mjög af efnahagslegu umhverfi kreppuáranna eftir 1930. Mjór vísir félagslegra íbúðabygginga komst eigi að síður á legg og komst til nokkurs þroska undir lok 20. aldarinnar. Fráhvarf frá fyrri félagslegri hugsun í hús­ næðismálum okkar markast svo af þeim aðdraganda að nýrri kreppu og efnahagshruni sem reyndist vera fólgið í hugmyndalegri drottnunarstöðu nýfrjálshyggjunnar á árunum um og eftir árþúsundamótin árið 2000. Það er nú ljóst að á undanförnum þremur áratugum hefur íslenska séreignarstefnan fylgt vegferð frá kreppu misgengisáranna eftir 1980 til sýnu alvarlegri kerfiskreppu í húnæðismálum í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Staðan í dag er einnig býsna lík þeirri stöðu sem ríkti eftir „kreppuna miklu“ fyrir nær áttatíu árum síðan. Markaðskerfi og markaðslausnir í húsnæðismálum virðast í raun vera úr leik í umhverfi viðvarandi verðhruns á fasteignamarkaði og neikvæðrar eignastöðu stórs hluta þeirra ungu fjölskyldna sem keyptu sér sitt fyrsta húsnæði á tímum fasteignabólu áranna fyrir bankahrunið. Enn er of snemmt að leggja mat á heildaráhrif bankahrunsins 2008 á íslenskt efnahags­ líf og alla lífshætti og lífskjör þjóðarinnar, hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma. Þess­ ar gerbreyttu aðstæður hljóta að kalla á víðtækt endurmat á allri félagsmálastefnu í landinu, ekki síst því, hvar markalínur frjáls markaðar, sjálfstæðra samfélagsafla og ríkisins eiga að liggja í framtíðinni. Áhrifin eiga að líkindum eftir að hafa djúptæk áhrif á íslensk húsnæðis­ mál og húsnæðisstefnu, bæði hvað snertir hinar almennu húsnæðislausnir og ekki síður þær meira sértæku sem snúa að húsnæðisaðgerðum undir félagslegum formerkjum.

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.