Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 71

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 71
 73 Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg Samfara framförum í vísindum og læknisfræði hafa vestræn samfélög gengið í gegnum sjúkdómsvæðingu og genavæðingu. Þetta þýðir annars vegar að við skilgreinum mun meira af hegðun og tilfinningum sem sjúkdóm (Conrad og Schneider, 1992) og hins vegar að við álítum að gen geti skýrt margbreytileika í heilsufari og hegðun (Shostak, Conrad og Horwitz, 2008). Sumir hafa jafnvel gengið eins langt og Collins og félagar (1998:682) sem halda því fram að það að útskýra og skilja gen mannsins sé „mikilvægasta verkefnið í líffræði og læknisfræði― og að verkefnið um erfðamengi mannsins (Human Genome Project) muni umbylta læknisfræði 21. aldarinnar með því að gefa okkur aðgang að erfðafræðilegum orsökum allra sjúkdóma (Collins og Mansoura, 2001). Þessi bjartsýni læknisfræðinnar hefur leitt til þess að félagsfræðingar hafa velt fyrir sér hvaða áhrif sjúkdómsvæðing og genavæðing hafi á fordóma. Vera kann að þegar ekki er lengur hægt að kenna einstaklingum um hegðun sína, vegna þess að þeir eru „veikir―, dragi úr fordómum gagnvart þeim. Rannsóknir hafa þó ekki stutt þessa hugmynd. Til dæmis komust Angermeyer og Matschinger (2005) að því að fólk sem aðhyllist líffræðilegar skýringar á geðrænum vandamálum er líklegra en aðrir til þess að hafa neikvæða fordóma gagnvart einstaklingum með geðræn vandamál. Þá hefur komið í ljós að þeir sem að telja að skýra megi geðræn vandamál með genum hafa auknar áhyggjur af því að einstaklingur með slík vandamál giftist inn í fjölskyldu þeirra og eignist börn (Phelan, 2005). Rannsóknir í ýmsum löndum hafa einnig sýnt fram á að þekking almennings hefur aukist og að almenningur er líklegri en áður til að álíta að skýra megi vandamálið með líffræðilegum skýringum. Engu að síður hafa fordómar ekki minnkað á þessu tímabili og í mörgum tilfellum aukist. Til að mynda voru Bandaríkjamenn mun líklegri til að álíta að geðræn vandamál orsökuðust af líffræðilegum þáttum árið 2006 en 1996, en neikvæð viðhorf stóðu í stað (Pescosolido o.fl., 2010; Schnittker, 2008). Svipaðar niðurstöður hafa fundist í Sviss (Lauber o.fl., 2004), Tyrklandi (Bag o.fl., 2005), Þýskalandi (Angermeyer og Matschinger, 2005) og Bretlandi (Mehta o.fl., 2009). Tilgáta 2: Fólk í löndunum þremur hefur neikvæðari viðhorf gagnvart einstaklingum með þunglyndi eða geðklofa ef það telur að ástandið stafi af geðsjúkdómi, sjúkdómi í heila eða genum. Fordómar og samanburður þjóða Fáar rannsóknir hafa varpað ljósi á það hvernig skýra megi umfang og eðli fordóma í sam- félaginu. Pescosolido og samstarfsmenn hennar (2008) hafa lagt áherslu á þátt fjölmiðla í að móta viðhorf almennings og jafnframt bent á að þar megi leita skýringa á mun á viðhorfum milli landa. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sú staðalmynd er iðulega dregin upp í fjölmiðlum að fólk sem á við geðræn vandamál að stríða sé hættulegt, óútreiknanlegt og vanhæft (Diefenbach, 1997; Signorielli, 1989). Þá sýndu Angermeyer og Matschinger (1996) fram á það að ef þekktur einstaklingur varð fyrir árás einstaklings sem sagður var eiga við geðræn vandamál að stríða jukust fordómar gagnvart geðrænum vandamálum í kjölfarið. Tilhneiging fjölmiðla til að draga upp neikvæðar staðalmyndir af einstaklingum með geðræn vandamál er ólík milli landa. Sigrún Ólafsdóttir (2010) gerði samanburð á íslenskum, bandarískum og þýskum dagblöðum og komst að því að neikvæðar staðalmyndir eru oftar dregnar upp í dagblöðum í Bandaríkjunum en hinum löndunum tveimur. Algengara var í bandarískum dagblöðum að fjallað væri um þá hættu sem öðrum stafar af þeim sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Jafnframt kom fram að umfjöllun um orsakir geðrænna vanda-

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.