Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 74

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 74
 76 : ,60; Þýskaland : ,71; Bandaríkin : ,71). Svarmöguleikarnir eru mjög sammála, frekar sammála, frekar ósammála og mjög ósammála. Neikvæðar tilfinningar eru mældar með þremur spurningum: hvort svarandi telji að það sé óþægilegt að tala við einstaklinginn, erfitt að tala við hann og hvort honum yrði órótt af að umgangast hann (Ísland : ,73; Þýskaland : ,76; Bandaríkin : ,77). Svarmöguleikarnir eru þeir sömu og fyrir hefðbundna fordóma. Félagsleg fjarlægð er mæld með sex spurningum: hvort svarandi sé fús eða ófús til að vera nágranni einstaklingsins, hvort hann sé fús eða ófús til að verja tíma með honum, hvort hann telji einstaklinginn hæfan eða óhæfan til að annast börn, hvort hann sé fús til að vera vinur hans eða vinkona, hvort hann sé fús til vinna náið með honum og hvort hann líti það jákvæðum eða neikvæðum augum að einstaklingurinn giftist inn í fjölskyldu hans eða hennar (Ísland : ,84; Þýskaland : ,86; Bandaríkin : ,85). Svarmöguleikarnir eru mjög ófús, frekar ófús, frekar fús og mjög fús. Hætta/ótti er mæld með spurningu um hvort svarandi telji líklegt að einstaklingur í lýsingu beiti aðra ofbeldi. Svarmöguleikarnir eru mjög líklegt, frekar líklegt, ekki mjög líklegt og alls ekki líklegt. Mælingar: Óháðar breytur Til að meta áhrif persónulýsinganna eru tvær tvíkostabreytur notaðar, önnur fyrir lýsinguna af þunglyndiseinkennum og hin fyrir lýsinguna af geðklofaeinkennum. Lýsingin af astmaein- kennum er notuð til samanburðar. Þrjár spurningar voru notaðar til að mæla hugmyndir viðmælenda um einkenni og or- sakir „ástandsins―. Í fyrsta lagi voru þeir spurðir hvort þeir teldu líklegt að um geðrænt vanda- mál væri að ræða. Í öðru lagi voru þeir spurðir um það hversu líklegt þeir teldu að um sjúk- dóm í heila væri að ræða. Loks voru þeir spurðir um hvort þeir teldu líklegt að um genetískt vandamál væri að ræða. Allar spurningarnar höfðu fjóra svarmöguleika: mjög líklegt (4), frekar líklegt, ekki mjög líklegt og alls ekki líklegt (1). Bakgrunnseinkenni einstaklingsins í lýsingunni eru jafnframt mæld. Tilviljun réð því hvort viðmælendur fengu lýsingu á karlmanni eða konu og hvort þeir fengu lýsingu á einstak- lingi sem tilheyrði meirihluta- eða minnihlutahópi (á Íslandi: Íslendingur/Tælendingur; í Þýskalandi: Þjóðverji/Tyrki; í Bandaríkjunum: hvítur /svartur). Við notum tvíkostabreytur til að mæla kyn (1=kona, 0=karl) og minnihlutahóp (1= Tælendingur, 0=Íslendingur). Við notum sex mælingar á bakgrunnseinkennum svarenda. Aldur er mældur í árum. Við notum tvíkostabreytur til að mæla kyn (1=kona, 0=karl), hjúskaparstöðu (1=giftur, 0=ógiftur) og menntun (1=háskólapróf, 0=ekki með háskólapróf). Að lokum mæla tvær tvíkostabreytur stöðu á vinnumarkaði, annars vegar hvort viðmælandi er í fullri vinnu (1=full vinna) og hins vegar hvort hann er í hlutastarfi (1=hlutastarf). Viðmælendur sem ekki eru á vinnumarkaði eru notaðir til samanburðar. Niðurstöður Hefur almenningur fordóma og neikvæð viðhorf gagnvart einstaklingum sem glíma við geðræn vandamál? Í töflu 1 er skoðað hvort almenningur hafi neikvæðari viðhorf gagnvart einstaklingum með þunglyndis- eða geðklofaeinkenni en einstaklingum með astmaeinkenni (tilgáta 1). Eins og

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.