Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 77

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 77
 79 Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg Ekki er hægt að túlka áhrifastuðlana úr raðbreytuaðhvarfi á sama hátt og gert er í línulegri aðhvarfsgreiningu og því höfum við reiknað forspárlíkindi (e. predicted probabilities) á grundvelli niðurstaðna úr líkani 4. Niðurstöður úr þessum útreikningum eru birtar á mynd 1 sem sýnir líkindi þess að svarandi telji einstaklinginn í persónulýsingu hættulegan öðrum (þ.e. líkindi þess að svarandi telji mjög eða frekar líklegt að einstaklingurinn beiti aðra ofbeldi). Þessar niðurstöður sýna vel áhrif persónulýsinganna á þetta tiltekna viðhorf. Á Íslandi eru um 5 til 6% líkur á því að svarandi telji einstakling með astma- eða þunglyndiseinkenni vera hættulegan en um 13% líkur á því að svarandi telji einstakling með geðklofaeinkenni vera hættulegan. Sambærilegar tölur eru nokkuð hærri í Þýskalandi, en þar kemur enn fremur í ljós að fleiri telja einstakling með þunglyndiseinkenni vera hættulegan (15% líkur) en einstakling með astmaeinkenni (8% líkur). Aftur telja flestir að einstaklingur með geðklofaeinkenni sé hættulegur (18% líkur). Loks sýna niðurstöður á mynd 1 verulegan mun á milli Bandaríkjanna og hinna landanna tveggja. Sú hugmynd virðist vera afar útbreidd í Bandaríkjunum að einstaklingar með geðræn vandamál séu hættulegir. Um 12% líkur eru á því að svarandi í Bandaríkjunum telji einstakling með astmaeinkenni vera hættulegan. Banda- rískir svarendur eru aftur á móti mun líklegri til að telja einstakling með geðræn vandamál vera hættulegan, en líkindi þess eru 27% fyrir þunglyndiseinkenni og 50% fyrir geðklofa- einkenni. Svo virðist sem bandarískur almenningur tengi saman geðræn vandamál, sérstaklega geðklofa, og ofbeldishegðun í mun ríkari mæli en almenningur í hinum löndunum tveimur. Nánar verður fjallað um samanburðinn milli landa hér á eftir. Tengjast hugmyndir almennings um læknisfræðilegar skýringar neikvæðum viðhorfum? Næst skoðum við hvort fólk í löndunum þremur hafi neikvæðari viðhorf gagnvart einstakl- ingum með þunglyndi eða geðklofa ef það telur ástandið eiga sér læknisfræðilega skýringu, það er að segja ef svarandi telur ástandið stafa af geðsjúkdómi, sjúkdómi í heila eða genum (tilgáta 2). Þessi tilgáta er prófuð í töflu 2 sem sýnir niðurstöður úr aðhvarfsgreiningu þar sem áhrif læknisfræðilegra skýringa á neikvæðu viðhorfin eru metin. Rétt er að ítreka að niðurstöður í töflu 2 eru fengnar eftir að stjórnað hefur verið fyrir bæði bakgrunnseinkennum og persónulýsingum (sjá viðauka 2). Niðurstöður í töflu 2 styðja tilgátu okkar að verulegu leyti. Í öllum löndunum kemur fram að þeir sem telja ástand einstaklings í persónulýsingu stafa af geðsjúkdómi hafa neikvæðari viðhorf, að teknu tilliti til þeirra einkenna sem lýst er (þ.e. burtséð frá því hvort einstaklingi er lýst með þunglyndis-, geðklofa- eða astmaeinkenni). Þetta samband kemur fram fyrir mælingarnar á hefðbundnum fordómum (líkan 1), neikvæðar tilfinningar (líkan 2) og félagslega fjarlægð (líkan 3) og ógn (4) og er tölfræðilega marktækt í nær öllum tilfellum. Á sama hátt kemur fram í flestum tilfellum að svarendur sem telja að ástandið stafi af sjúkdómi í heila hafa marktækt neikvæðari viðhorf til einstaklingsins sem lýst er, en þau áhrif eru sterkust í Þýskalandi (þess má geta að áhrifin eru marktækt sterkari í Þýskalandi en í hinum löndunum tveimur). Hugmyndir svarenda um genetískar skýringar tengjast þó ekki neikvæðum viðhorfum. Reyndar kemur fram í Bandaríkjunum, þvert á tilgátu okkar, að svarendur sem telja að ástandið orsakist af genetísku vandamáli vilja minni félagslega fjarlægð en aðrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.