Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 79

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 79
 81 Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg Mynd 2. Áhrif þess á ógn að telja þunglyndisástandið stafa af geðsjúkdómi: Myndin sýnir líkindi þess að svarandi telji að einstaklingur með þunglyndiseinkenni sé líklegur til að beita ofbeldi (stjórnbreytur fá meðalgildi í útreikningum). Útreikningar eru birtir á myndum 2 og 3 sem sýna líkindi þess að svarandi telji mjög eða frekar líklegt að einstaklingurinn beiti aðra ofbeldi. Þessar niðurstöður sýna vel hvernig svar- endur sem aðhyllast læknisfræðilegar skýringar eru mun líklegri til þess að telja þunglyndan einstakling vera hættulegan öðrum. Til skýringar kemur fram á mynd 2 að líkindi þess að svarandi í Bandaríkjunum telji þunglyndan einstakling vera hættulegan eru um 14% ef hann telur ástandið ekki stafa af geðsjúkdómi en líkurnar eru mun hærri, um 40%, ef hann telur að um geðsjúkdóm sé að ræða. Samanburður milli landa Við höfum sett fram þá tilgátu að viðhorf til geðrænna vandamála ættu að vera neikvæðari í Bandaríkjunum en í hinum löndunum tveimur (tilgáta 3). Við prófum þessa tilgátu með því að meta samvirkniáhrif (e. interaction effects) sem metur hvort áhrif geðrænu einkennanna (þ.e. miðað við astmahópinn) á neikvæð viðhorf séu marktækt ólík milli landa. Niðurstöður fyrir samvirkniáhrifin eru birtar í töflu 1 (með ská– og feitletruðum töl- um) og segja til um hvort marktækur munur sé á neikvæðum viðhorfum milli landa, að teknu tilliti til samanburðarhópsins (astmahópsins), læknisfræðilegra skýringa og persónueinkenna svarenda. Niðurstöðurnar styðja tilgátu okkar að verulegu leyti, en þær benda til þess að neikvæð viðhorf til einstaklinga með geðklofa séu neikvæðari í Bandaríkjunum en í hinum löndunum tveim. Til skýringar sýna niðurstöður fyrir hefðbundna fordóma (líkan 1) að í Bandaríkjunum kallar geðklofalýsingin á um 1,6 fleiri stig en astmalýsingin, en í hinum löndunum tveimur er munurinn minni, rúmlega 1,0 (1,04 á Íslandi og 1,08 í Þýskalandi). 0,04 0,09 0,14 0,09 0,19 0,4 0 0,05 0,1 0,15 0,2 0,25 0,3 0,35 0,4 0,45 Ísland Þýskaland Bandaríkin Svarandi telur ástandið ekki stafa af geðsjúkdómi Svarandi telur ástandið stafa af geðsjúkdómi

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.