Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 79

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 79
 81 Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg Mynd 2. Áhrif þess á ógn að telja þunglyndisástandið stafa af geðsjúkdómi: Myndin sýnir líkindi þess að svarandi telji að einstaklingur með þunglyndiseinkenni sé líklegur til að beita ofbeldi (stjórnbreytur fá meðalgildi í útreikningum). Útreikningar eru birtir á myndum 2 og 3 sem sýna líkindi þess að svarandi telji mjög eða frekar líklegt að einstaklingurinn beiti aðra ofbeldi. Þessar niðurstöður sýna vel hvernig svar- endur sem aðhyllast læknisfræðilegar skýringar eru mun líklegri til þess að telja þunglyndan einstakling vera hættulegan öðrum. Til skýringar kemur fram á mynd 2 að líkindi þess að svarandi í Bandaríkjunum telji þunglyndan einstakling vera hættulegan eru um 14% ef hann telur ástandið ekki stafa af geðsjúkdómi en líkurnar eru mun hærri, um 40%, ef hann telur að um geðsjúkdóm sé að ræða. Samanburður milli landa Við höfum sett fram þá tilgátu að viðhorf til geðrænna vandamála ættu að vera neikvæðari í Bandaríkjunum en í hinum löndunum tveimur (tilgáta 3). Við prófum þessa tilgátu með því að meta samvirkniáhrif (e. interaction effects) sem metur hvort áhrif geðrænu einkennanna (þ.e. miðað við astmahópinn) á neikvæð viðhorf séu marktækt ólík milli landa. Niðurstöður fyrir samvirkniáhrifin eru birtar í töflu 1 (með ská– og feitletruðum töl- um) og segja til um hvort marktækur munur sé á neikvæðum viðhorfum milli landa, að teknu tilliti til samanburðarhópsins (astmahópsins), læknisfræðilegra skýringa og persónueinkenna svarenda. Niðurstöðurnar styðja tilgátu okkar að verulegu leyti, en þær benda til þess að neikvæð viðhorf til einstaklinga með geðklofa séu neikvæðari í Bandaríkjunum en í hinum löndunum tveim. Til skýringar sýna niðurstöður fyrir hefðbundna fordóma (líkan 1) að í Bandaríkjunum kallar geðklofalýsingin á um 1,6 fleiri stig en astmalýsingin, en í hinum löndunum tveimur er munurinn minni, rúmlega 1,0 (1,04 á Íslandi og 1,08 í Þýskalandi). 0,04 0,09 0,14 0,09 0,19 0,4 0 0,05 0,1 0,15 0,2 0,25 0,3 0,35 0,4 0,45 Ísland Þýskaland Bandaríkin Svarandi telur ástandið ekki stafa af geðsjúkdómi Svarandi telur ástandið stafa af geðsjúkdómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.