Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 80
82
Svipaða sögu er að segja af neikvæðum tilfinningum, félagslegri fjarlægð og ógn: viðhorfin
gagnvart geðklofahópnum eru marktækt neikvæðari í Bandaríkjunum en í hinum löndunum.
Reyndar vekur athygli hve svarendur í Bandaríkjum hafa sterka tilhneigingu til þess að telja
einstakling með geðklofaeinkenni hættulegan öðrum. Eins og áður er sagt sýnir mynd 1 að sú
tilhneiging er mun sterkari í Bandaríkjunum en í hinum löndunum.
Niðurstöður fyrir þunglyndiseinkennin eru ekki eins skýrar, en þær sýna engu að síður
merkjanlegan mun milli landa. Niðurstöður fyrir hefðbundna fordóma sýna að vísu engan
marktækan mun milli landa; þunglyndiseinkenni kalla á fleiri stig en astmaeinkenni, en sú
tilhneiging er svipuð í löndunum þremur. Aftur á móti sýna líkön 2, 3 og 4 að neikvæð við-
brögð við þunglyndiseinkennum eru einna mildust á Íslandi. Niðurstöður úr líkani 2 sýna að
þótt svarendur í öllum löndunum hafi tilhneigingu til að hafa neikvæðar tilfinningar gagnvart
einstaklingi með þunglyndiseinkenni er sú tilhneiging veikari á Íslandi en í bæði Þýskalandi
og Bandaríkjunum. Svipaða sögu er að segja af ógn (líkan 4) en á Íslandi kalla þunglyndis-
einkenni síður á þá hugmynd að einstaklingurinn sé hættulegur en í hinum löndunum tveimur.
Loks sýna niðurstöður fyrir félagslega fjarlægð (líkan 3) marktækan mun á Íslandi og Banda-
ríkjunum; þunglyndiseinkenni kalla á meiri félagslega fjarlægð í síðarnefnda landinu (í
viðauka 3 má finna hlutfallsleg svör þátttakenda í hverju landi við einstaka fullyrðingum).
Mynd 3. Áhrif þess á ógn að telja þunglyndisástandið stafa af sjúkdómi í heila: Myndin sýnir
líkindi þess að svarandi telji að einstaklingur með þunglyndiseinkenni sé líklegur til að beita
ofbeldi (stjórnbreytur fá meðalgildi í útreikningum).
0,04
0,08
0,22
0,06
0,34 0,34
0
0,1
0,2
0,3
0,4
0,5
0,6
Ísland Þýskaland Bandaríkin
Svarandi telur ástandið ekki stafa af sjúkdómi í heila
Svarandi telur ástandið stafa af sjúkdómi í heila