Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 81

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 81
 83 Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg Umræða Félagsfræðingar hafa lengi vakið athygli á því að neikvæðar staðalmyndir af einstaklingum sem glíma við geðræn vandamál hafa verulega útbreiðslu meðal almennings. Dæmi um slíka staðalmynd er sú hugmynd að einstaklingar sem eiga við tiltekin geðræn vandamál að stríða séu hættulegir öðru fólki. Menningarleg tilvist svona hugmynda skerðir lífsgæði þeirra einstaklinga sem þjást af geðrænum vandamálum með margvíslegum hætti, til dæmis með því að ýta undir félagslega einangrun þessa hóps (Link o.fl., 1989). Rannsókn okkar á viðhorfum almennings í þremur löndum, Íslandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum, staðfestir umtalsverða útbreiðslu fordóma gagnvart einstaklingum með geðræn vandamál. Fólk í þessum löndum er mun líklegra til þess að hafa fordóma og neikvæðar tilfinningar í garð einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða en þeirra sem glíma við líkamlegt vandamál sem ekki er ástæða til að ætla að tengist neikvæðum staðalmyndum (astma). Enn fremur styður það ytra réttmæti rannsóknarinnar að þessar niðurstöður koma fram fyrir ólíkar mælingar á neikvæðum viðhorfum. Rannsókn okkar bendir til þess að læknisfræðilegar skýringar á geðrænum vanda- málum dragi ekki úr smán og fordómum gagnvart þeim sem eiga við slík vandamál að stríða. Þvert á móti sýna niðurstöður okkar að svarendur sem telja tiltekið ástand vera „geðsjúkdóm― eða „sjúkdóm í heila― eru líklegri en aðrir til að hafa fordóma gagnvart viðkomandi ein- staklingi. Líkt og fyrri rannsóknir (Angermeyer og Matschinger, 2005; Phelan, 2005; Schnittker, 2008) bendir rannsókn okkar til þess að sú leið að sannfæra almenning um að líta á geðræn vandamál sem sjúkdóm og læknisfræðilegt viðfangsefni muni líklega ekki draga úr neikvæðum viðhorfum gagnvart þeim sem eiga við slík vandamál að stríða. Samanburður á milli landa er sérstaklega áhugaverður í þessu sambandi. Læknisfræðilega sjónarhornið virðist hafa einna minnst áhrif á neikvæð viðhorf á Íslandi. Í Bandaríkjunum koma fram neikvæðustu viðhorfin ef svarendur skilgreina ástandið sem geðsjúkdóm en í Þýskalandi mótast neikvæð viðhorf einna mest af þeirri hugmynd að ástandið stafi af sjúkdómi í heila. Þessar niðurstöður sýna mikilvægi þess að skoða ólíkar læknisfræðilegar skýringar og ættu rannsóknir í fram- tíðinni að skoða þetta nánar. Rannsókn okkar leiðir í ljós verulegan mun á milli landa hvað varðar útbreiðslu for- dóma og neikvæðra hugmynda um geðræn vandamál. Niðurstöðurnar benda til þess að for- dómar og neikvæð viðhorf gagnvart fólki sem stríðir við geðræn vandamál hafi mun meiri útbreiðslu í bandarísku samfélagi en í því íslenska og þýska. Fjölmiðlaumræða gæti skýrt þennan mun að hluta, en rannsóknir gefa til kynna að dagblöð í Bandaríkjunum fjalla meira en dagblöð á Íslandi og í Þýskalandi um þá hættu sem almenningi stafar af einstaklingum með geðræn vandamál (Sigrún Ólafsdóttir, 2010). Vera má að slík umræða kyndi undir fordóma og neikvæðar tilfinningar, þótt það sé að sjálfsögðu rétt að hafa það í huga að fjölmiðlar hafa ríka tilhneigingu til þess að endurspegla þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu á hverjum tíma. Velta má fyrir sér hvort sú umræða sem hófst í íslensku samfélagi í kringum árið 2000 þar sem lögð var áhersla á að draga úr fordómum gagnvart geðrænum vandamálum hafi skilað sér í jákvæðari viðhorfum á Íslandi. Engin leið er þó að segja til um það hvernig fordómar hafa þróast á undanförnum árum þar sem rannsókn af því tagi sem hér hefur verið kynnt hefur ekki verið framkvæmd áður hérlendis. Rannsókn okkar hefur ákveðnar takmarkanir. Í fyrsta lagi höfum við aðeins borið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.