Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 4
4
Pál! Briem.
varnir settar á Ítalíu. Til varnar sóttum var ákveðin ein-
angrun og samgöngubann, er var miðað við 40 daga (qua-
ranta giorni); var Jietta kölluð >>quarantina«, og liafa
sóttvarnir síðan dregið nafn af því. A pýskalandi skip-
aði Sigismundur keisari 142(5, að allar ríkisborgirnar skyldu
liafa launaðan læknij og frá þeim tíma má fylgja fram-
förum í sóttvarnarmálum smátt og smátt stig af stigi
fram á vora daga. En jafnan liafa það verið drepsótt-
irnar, sem liafa knúð þjóðirnar eptir braut framfaranna.
A þessari öld hafa framfarirnar orðir mestar, Eins
ogkunnugt er, spretta verstu drepsóttirnar (kólera og svarti
dauði) upp á Austurlöndum, en á þessari öld liafa sam-
göngurnar aukist svo, að drepsóttirnar hafa livað eptir
annað brotist inn í miðja Norðurálfuna, og því hefur ver-
ið rekið á eptir. Kóleran kom frá Austurlöndum 1831
og gekk um Norðurálfuna til 1839. Heilbrigðisráðstafanir
voru þá í aumu lagi; sjerstaklega varð drepsóttin tilfinn-
anleg ístórbæjunum á Frakklandi og Englandi. Englend-
ingar sáu, að við svo búið mátti ekki standa. peir tóku
heilbrigðismálin fyrir með sínum venjulegu liyggindum og
dugnaði. Síðan kóleran heimsótti þá 1831, hafa þeirgjört
þær ráðstafanir innanlands, sem öðrum þjóðum liafa ver-
ið.til fyrirmyndar. Allar þjóðir gerðu einhverjar ráðstaf-
anir; jafnvel Tyrkir settu hjá sjer heilbrigðisnefnd 1838
til sóttvarna. Hinum Norðurálfuþjóðunum þótti varhuga-
vert, að láta Tyrki eina í ráðum um siglingar og land-
ferðir manna þar eystra, og því kom þeim saman um að
setja aðra nefnd með Tyrkjum, þar sem fulltrúar Norður-
álfuþjóðanna væru í. Nefnd þessi var skipuð 21 manni,
og er hún enn þann dag í dag meðfullu lífi. Arið 1840
buðu Frakkar öðrum þjóðum, að gjöra samþykktir til varn-