Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 5
Y'firlit vlir sóltvarnarliinr Islands.
5
ar "(‘»11 drepsóttum, en því sinntu fáir nema ítalir og
Portúgalsmenn. Leið svo og beið fram að árinu 1865.
[>etta ár kom skip frá Austurlöndum til Frakklands með
kóleruna, og fór drepsóttin þá um mikinn hluta Norður-
álfunnar; þá kom það, sem þurfti. Norðurálfuþjóðirnar
sendu fulltrúa sína á fund í Miklagarði 1866; voru þá sett-
ar ýmsar sóttvarnir ; svo var enn haldinn alþjóðafundur
1874 í Vínarborg, og á þeim fundi var meðal annars
samþykkt, að setja alþjóðanefnd með fullu valdi iil að
sjá um sóttvarnir. Landstjórnirnar vildu samt eigi allar
ganga að þessu, og því hefur þetta eigi enn komist á.
I>ó er álit manna, að þetta hljóti að fá framgang, til þess
að sóttvörnum verði borgiö.
Arið 1884 kom frakkneskt skip frá Austurlöndum
um Suezskurðirin, og flutti það kóleru beint t il Frakklands.
Gekk (lrepsóttin [iá uin Frakkland, Spán, Ítalíu, Austur-
ríki og Ungverjaland; var þá árið eptir haldinn alþjóða-
fundur um lieilbrigðismál í Kómaborg. Arið 1891 kom
kóleran enn til Norðurálfunnar um Suezskurðinn, og var
þá árið eptir haldinn alþjóöafiindur í Fenevjum um málið.
Vorið 1892 kom kóleran enn lil Norðurállunnar og varð
hin skæðasta á Norður-[>\skalandi Og Niðurlöndum; þá
var einnig árið eptir haldinn alþjóðafundur í Dresden. A
öllum þessum fundum voru gerðar einhverjar ráðstafanir,
pessar drepsóttir bera vott um, að sóttvarnir sjeu ekki
í besfa lagi, en hins vegar sjest þó, að sóttirnar hafa
livað eptir annað verið bældar niöur i álfunní. Hinir
mörgu fundir liera vott um, að samkomulagsandinn hjá
þjóðunum sje ekki mikill: það er óttinn, sem kemur þeim
til samvinnu. Flestar Norðurálfu|>jóðirnar liafa hahlið
fram samgöngubanni, en Englendingum er illa við, ef skip