Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 8
8
Páll tíriem
an um þau varð til þess löngu síðar, að gerðar voru liin-
ar fyrstu ráðstafanir, til þess að varna því, að sóttir bær-
ust inn í landið frá útlöndum. Lauritz Thodal, sem varð
hjer stiptamtmaður 1770, skýrði frá því, að bólan heföi
komið hingað til lands með fötum manns, er dáið hefði
úr bólu í Kaupmannahöfn eða á leiðinni þaðan '), og lagði
því til, að ef slík föt yrðu flutt til íslands, þá yrði þeim
kastað útbyrðis og sökkt, að eigi yrðu teknir á skip til
íslands hásetar, er nýlega hefðu haft bóluna, og ef nokk-
ur yrði bóluveikur á skipinu, þá skyldi lionum eigi vera
leyft að fara í land. petta var svo samþykkt með stjórn-
arbrjefi 5, júní 1773.
í erindisbrjefi fyrir Bjarna Pálsson landlækni 19. maí
1760, 2. gr., sem er 13 árum eldra, er að vísu tekið fram,
fað landlæknir skuli reyna til að kefja næmar og skæðar
sóttir, er þær koma í landið, en ekkert er talað um ráð-
stafanir gegn því, að sóttirnar komist inn í landið, og
lítið mun Bjarni Pálsson hafa að hafst í þessa stefnu.
Landnefndin, sem sett var 1770, gerði margar góðar
tillögur meðal annars um heilbrigðismál og sóttvarnir 1 2),
en flestar af tillögum hennar voru lítið teknar til greina.
Samt sem áður leið nú ekki á löngu, þangað til farið
var að gjöra frekari ráðstafanir.
Árið 1785 kom bólan enn; fluttist hún af skipi í
land með fötum. Tók við þeim íslenskur drengur í Kefla-
vík og varð þegar veikur af sóttinni. Kansellíið óskaði
1) Að vísu segir Thodal, að þetta hafi verið, þegar bólan hafi
síðast kornið hingað til íslands, en þetta er okki rjett, því að
bólan kom einuig haustið 1761, en þá kom hún á Lauganes
með Bollendingum.
2) Lovs. f. Isl. IV. bls. 35.