Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 9
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
9
því ‘), að sóttvarnir væru ákveðnar með konungsboði. Svo
kom út opið brjef 18. maí 1787 um varúðarreglur gegn
bólu og mislingum á íslandi, og eru það fyrstu sóttvarn-
arlög hjer á landi. Sama ár var gefið út nýtt erindis-
brjef fyrir landlækni 21. sept. 1787, og ber það vott um
áhuga á sóttvörnum. Árið 1795 var birt tilskipun 17.
apríl 1782, sem sett hafði verið til varnar gegn næmum
sjúkdómum meðal alþýðu í Danmörku. Kansellíið ritaði
stiptamtmanni brjef 21. júlí 1804 og bað hann um að
búa til, með ráði landlæknis, almenna tilskipun um sótt-
varnir á íslandi, en eigi sjest, að stiptamtmaður hafi sinnt
þessu, og á næsta ári var birt hjer á landi tilskipun um
sóttvarnir í Danmörku og Norvegi 8. febr. 1805. Og þá
er komið að hinum gildandi lögum.
Upphaflega var tilskipun þessi að eins birt á presta-
stefnu í Reykjavík 1805 og ekki lögð út á íslensku, en
árið 1831 var hún íslenskuð og birt hjer á iandi; í opnu
brjefi 20. júní 1838 var gengið út frá gildi hennar, og
því verður að álíta, að hún sje lögleidd hjer á landi1 2).
Opið brjef 21. sept. 1787 var úr gildi numið með
opnu brjefi 20. júní 183S, og var jafnframt ákveðið, að
um mislinga og bólu skyldu gilda hinar almennu sótt-
varnarreglur. Loks var tilsk. 17. apr. 1782 úr gildi numin
með lögum 13. jan. 1896 uœ varnir gegn útbroiðslu næmra
sjúkdóma.
1) Lovs. f. Isl. V. bls. 294.
2) Stjórnarbrjef 5. júlí 1851 i Lovsaml. f. Isl. XY. bls. 140.
Nefud sú, er sett var i efri deild alþingis 1879, til að fjalla
um frumvarp til laga 24. okt. 1879, taldi mjög vafasamt, að
tilsk. 1805 væri lög hjer á landi, en færði ljettvægar ástæð-
ur fyrir því.