Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 10
10
Páll Briem.
Sóttvarnarmáhim er mismunancli skipað, og eru fyrir-
mælin ólík ept.ir |iví, livort er að ræða um varnir gegn
innflutningi næmra sjúkdóma frá útlönclum eða um varn-
ir gegn útbreiðslu sjúkdóma innanlands. Er petta rætt,
hvort í sínu lagi, til þess að vflrlit petta verði Ijósara, en
að öðru leyti er |iað ókostur við flessa skiptingn, að sum
sóttvarnarákvæði eru sameiginleg, en |iar sem svo stendur
á, eru ákvæðin atliuguð, þar sem þau fyr koma fyrir.
II.
Sóttvarnir gagnvart útlðnduni.
1. Stjórn sóttvarnarmála. Eptir tilskipun 8.
febr. 1805 hafði sóttvarnarráðið í Kauprnannahöfn æðst
vald í sóttvarnarmálum næst konungi, ogvar ráðið þann-
ig skipað, að þar áttu sæ'ti einn maður úr hverju stjórn-
arráði (sjá opið brjef 19. okt, 1804). þetta sóttvarnarráð
mun þó lítil afskipti hafa liaft af sóttvarnarmálum hjervið
land, heldur mun hið danska kansellí liafa stýrt þeim, eins
og áður liafði verið '). Síðar breyttist þetta þannig, að
sóttvarnarmál voru lögð undir innanríkisráðaneytið (sjá
stjórnarbrjef 5. júlí 1851). En nú heyra þessi mál að sjálf-
sögðu undir ráðgjafann fyrir ísland og landshöfðingjann
(sjá auglýsingu um verksvið landshöfðingjans yfir íslandi
22. febr. 1875, 1. 4. 13. og 20. gr.). — petta er og í
fullu samræmi við lög 17. des. 1875 og 24. okt. 1879
um sóttvarnir.
Samkvæmt tilskipun 8. febr. 1805 eiga sóttvarnir í
sjóbæjunum að heyra undir sjerstaka sóttvarnarnefnd; í
1) Sóttvarnarráðið var lagt niður með konungsúrskurði 21. júlí
1848.