Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 11
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
11
lienni skuln vera valdstjettarmaður, Iæknir og einn eða
tveir aðrir menn'). Slíkar sóttvarnarnefndir liafa samfc
að eins verið settar tvisvar lijer á landi. pegar kólerait
kom til Norðurálfunnar 1831, ritaði kansellíið til stipt-
amtmanns og amtmanna hjer á landi1 2), skoraði á þá.
að setja sóttvarnarnefnd í hvern sjóbæ í amtinu, og sagði
að í nefndifini ættu að vera valdsmenn bæjarins, læknir
og, ef amtmanni þætti ástæða til, aðrir skynsamir og vel
metnir menn. Árið 1849 gekk kólera á Englandi og í
A'orvegi, og ritaði innanríkisráðaneytið þá til stiptamt-
manns um að láta setja sóttvarnarnefndir í sjóhæi á sama
liátt og 1831, »ef nauðsyn bæri til« 3).
Síðan hafa þessar nefndir ekki verið skipaðar, og því
verður að athuga, hver þá verður að sjá um sóttvarnir í
sjóbæjunum gagnvart útlöndum. Til þess að sjá þetta,
1) Tilsk. 1805. 1. gr. Sótlvarnarnefndir í sjóbæjum. —
Svo sem sóttvarnarnefndir hafa veiið settar í vmsum helstu
sjóbæjum ríkisins, svo skulu og vera sóttvarnarnefndir í öðr-
um sjóbæjum ríkisins, ef þangað geta komið skip frá útlönd-
um. í nefndinni skal vera valdstjettarmaður, læknir um-
dæmisins eða annar læknir, sjóforingi, ef hann er í bæiium.
eða annar sæfróður maður svo og æðsti tollgæslumaður bæj-
arins eða aimar maður, er oss kann að þykja nauðsynlegt
að láta nefna til. bíú og framvegis, þegar næmar sóttir ganga.
í öðrum löndum, skulu nefndir þessar vera skyldar til, aó
gjöra og láta gjöra þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til
varnar gegn slíkum sóttum. Til þes3 að starfað verði aó
þessu með sameigiulegum kröptum, þá skulu nefndirnar skýra.
sóttvarnarráðinu í Kaupmannahöfn frá hverju atriði í um-
dæmi þeirra, sem máli skiptir, svo og liverjar ráðstafanir
liafi verið gerðar út af því eða eigi að gjöra.
2) Kanseliibrjef 11. júní 1831.
3) Ráðgjafabrjef 17. mars 1849, sbr. ráðgjafabr. 5. júlí 1851.