Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 12
12
I’áll Bricm.
verður að skýra frá því, hver hefur á hendi stjórn sótt-
varnármála utan bæja.
í tilskipun 1805, 2. gr. er svo ákveðið, að utan sjó-
bæja skuli amtmaður eða fógeti gjöra fvrirskipanir og ráð-
stafanir um sóttvarnir, þar sem náð verði til þeirra, en
annars skuli amtmaður setja fróðan og vel metinn mann,
til þess að sjá um sóttvarnir við strendur landsins, og
skuli sá maður koma í stað yfirvaldsins og hafa nauðsyn-
lega umsjón á hendi, að minnsta kosti þangað til fyrir-
skipana amtmanns er leitað ‘). pað er því ljóst, að fvrir
utan sjóbæina heíir amtmaður rjett og skyldu til að gjöra
fyrirskipanir og ráðstafanir um sóttvarnir, en ef ekki næst
til amtmanns, þá hlutaðeigandi lögreglustjóri, og ef hann
er ekki nægilega nærri, þá hlutaðeigandi hreppstjóri,
eða annar maður, sem er sjerstaklega til þess skipaður. En
hins vegar er það auðsætt, að þessi maður eða hrepp-
stjórinn verður að skvra lögreglustjóra sem allra fyrst frá,
1) Tilsk. J805. 2. gr. Yfirvaldsumsjón í sjávarhjeruð-
um. — Nú er svo í sjávarhjcraði utan 'sjóbæja, að amtmað-
ur eða í Danmörku hjeraðsfógeti eða i Norvegi hjeraðsdóm-
ari eða fógeti býr svo nálægt ströndu, að hann getur bráð-
lega feugið fregnir um það, sem fyrir kemur, og skal hanu
þá bjóða og skipa fyrir um það, sem gjöra skal, til þess að
halda reglu á sóttvörnum við sjávarströndina. Að öðrum
kosti skal amtmaður setja einhvern fróðau og vel metiun
embættismann eða leikmann, er getur komið í stað yfirvalds-
ins, að því er snertir ráðstafanir til varnar gegn næinum
sjúkdómum, og skal hann hafa umsjón með sóttvörnum, svo
sem nauðsyn ber til. — Eptir þvi sem kosturer á, skal slík-
ur valdsmaður, anuaðhvort reglulegur eða settur, vera að
minnsta kosti á hverjum 2 milum, og þar sem einhver er
settur, skal birta almenningi, liver það er.