Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 17
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
17
flytja eigi menn eða muni í land, eiga hlutaðeigandi hafn-
sögumenn eða næstu strandbúar að vara við þessu. Enda
á að vísa skipinu til næsta sjóbæjar, nema því að eins
að skipið liafi heilbrigðisvottorð').
Ef ekkert vottorð er til, má ekki flytja fólk eða fje í
land, og enginn má fara úr landi á skip út; lands-
menn mega að eins tala við skipsmenn úr bátum á vind-
borða og alls engin mök hafa við þá að öðru leyti1 2).
|>etta eru varúðarreglurnar við strendur landsins ut-
an sjóbæjanna, en svo skal talað um varúðarreglurnar í
bæjum þessum.
Samkvæmt 7. gr. í tilskipun 1805 3) á sóttvarnar-
nefndin í bæjunum að fela einhverjum áreiðanlegum manni,
1) Tilsk. 1805, 28. gr. Vottorð frá sóttvarnarnefndeða bend-
ing um að fá slík vottorð. — þegar skip ber að landi,
og útlit er fyrir, að í áformisje, að fljdja fólk eða fje í land.
eiga lilutaðeigandi hafnsögumenn eða aðrir næstu strandbúar
að áminna um, að ekki sje leyfilegt að flytja menn eða muni
í land, nema því að eins að vottorð sje með frá innlendri
sóttvarnarnefnd. Nú er vottorð fyrir hendi, og skal þá færa
það næsta hlutaðeigandi yfirvaldi, sem leyfir landgöngu, en
ef vottorð er ekki meðferðis, skal vísa skipínu til næsta sjó-
bæjar.
) Tilsk. 1805, 29. gr. Varúð á meðan. — Meðan þetta gjiirist,
má hvorki flytja fólk eða fje í land frá skipinu, og heldur ekki
má neiun fara á skip út frá landi. Allt tal við skipsmenn á að
fara fram úr bátum, sem eiga að vera á vindborða í nokkurri
fjarlægð frá skipinu. — Nú ætlar einhver að reyna til, að
fara í land þrátt fyrir viðvörun og vísbendingu, og skal þá
aptra honum frá því með valdi. — híú leynast einhverjir í
land, og skal þeim þá vísað aptur út á skip, enda skulu
landsmenn eigi hafa nein mök við þá.
3) Tilsk. 1805, 7. gr. Skip, sem eigi eru grunsamleg. —
Skip, sem koma frá innlendum stöðum, geta eigi talist grun-
Lögfræðingur II. 1898. 2