Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 19
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
19
skipinu. Ef engin ástæða er til að ætla, að skipið beri
með sjer sóttnæmi, þá mega skipverjar fara í land, en ef
nokkuð vekur grun um sóttnæmi, þá mega hvorki menn
eða munir koma í land, fyr en sóttvarnarnefndin hefur
látið rannsókn fram fara og leyft landgöngu.
Með opnu brjefi 20. júní 1838 var sjerstaklega á-
minnt um, að fylgja ákvæðum þessum í 7. gr., að því er
snertir bólusótt, og með konungsúrskurði 6. júní 1851 og
ráðgjafabrjefi 5. júlí s. á. var, eins og áður er getið, end-
urtekið, að sóttvarnir skyldu hafðar gegn öllum næmum
landfarsóttum, og þessu bætt við: »Að öðru leyti virðist
það auðsætt af sambahdinu milli þessara tveggja laga-
boða (o : tilsk. 1805 og opið br. 1838), að fara á eptir boði
liins opna brjefs 20. júní 1838 eigi að eins við þá fyrstu
rannsókn, er gjöra skal samkvæmt 7. gr. á skipum þeim,
sem eigi eru álitin grunsöm, heldur einnig við rannsókn
þá, er gjöra skal á skipum þeim, sem grunsöm eru talin
samkvæmt 10. gr. í tilsk. 8. febr. 1805, og ber þessa því
nú eptirleiðis að gæta, eigi að eins við bólusótt, heldur
einnig, eins og þegar var getið, við aðrar næmar land-
farsóttir, þótt eigi sjeu það drepsóttiru *).
Með liinum almennu varúðarreglum ber einnig að
telja það, að öll skip bæði frá Danmörku og frá öðrum
löndum eiga að hafa fullgild skilríki fyrir því, að hvorki
mislingar nje bóla nje aðrar næmar sóttir gangi þar, sem
skipið fer frá, eða meðal skipverja, og skulu skilríki þessi
einnig vera staðfest af danska verslunarfulltrúanum eða
yfirvaldinu.
í) Lovsaml. f. Isl. XY. bls. 147—148. Tíð. um stjórnannálefni.
II. bls. 239.