Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 20
20
Páll Bricm.
Jafnskjótt sem skip hefur hafnað sig hjer við land,
skal sýna lögreglustjóranum heilbrigðisvottorðið, og ritar
hann á það (sjá lög 15. apr. 1854, 8. gr., sbr. 1. gr.).
í 2. gr. þessara laga segir svo, að öll utanríkis skip
verði að láta^rannsaka heilsufar skipverja, og í öllu að
hegða sjer eptir því, sem yfirvaklið segir fyrir, ef þau eru
ekki útbúnin með heilbrigðisskýrteini.
í tilskipun 1805, 38. gr. er svo ákveðið, að allir em-
bættislæknar skuli gefa gætur að sjúkdómum, er geti ver-
ið innfluttir með skipum, og að þeir skuli tafarlaust skýra
hlutaðeigandi yflrvaldi frá, ef slíkir sjúkdómar komi fyrir.
í tilskipun um sveitarstjórn 4. maí 1872, 15. gr. er
meðal annars svo ákveðið, að hreppsnefndirnar skuli, hver
í sínum hreppi, hafa gætur á heilbrigðisásigkomulaginu
í hreppnum samkvæmt þeim reglum, sem amtsráðið eða
landshöfðingi setur.
4. Sjerstakar varúðarreglur. í tilskipun
1805, 4. gr. segir svo, að sóttvarnarráðið skuli auglýsa, ef
pestkynjuð sótt gangi í nokkru landi, sem standi í versl-
unar- eða siglingasambandi við nokkurt land í ríkinu.
Sömuleiðis skal það auglýsa, þegar sóttin er hætt. Að
því er ísland snertir, er ráðgjafinn fyrir ísland kominn í
staðinn fyrir sóttvarnarráðið, enda er gjört ráð fyrir aug-
lýsing ráðgjafans í lögum 17. des. 1875 um sóttvarnir
1. gr., að því er snertir bólusótt eða hina austurlensku
kóleru. —í 2. gr er ákveðið: »Fái landshöfðinginn yfir
íslandi, áður en slík auglýsing ráðgjafans fyrir ísland, sem
nefnd er í greininni á undan, er komin til hans, með öðru
móti vitneskju um, að einhver höfn í útlöndum sje sýkt
annaðhvort af bólusótt eða hinni austurlensku kóleru, skal
hann hafa vald til, að gefa út fyrir hönd ráðgjafans sam-