Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 22
22
Páll Briem.
til að gefa út sóttvarnarauglýsingu, en heimild hefir hann
til slíks.
í>egar ráðgjafinn eða landshöfðinginn hafa gefið út
sóttvarnarauglýsingar, þá skulu skip frá þeim löndum,
þar sem sóttin gengur, fyrst leita hafnar á 7 stöðum á
landinu: Keykjavík, Vestmannaeyjum, Patreksfirði, ísa-
firði, Akureyri, Seyðisfirði eða Eskifirði. þ>ar skulu þau
rannsökuð, og að því búnu mega skipin hafa samgöngur
við land á öðrum stöðum (sjá lög 1875, 1. gr., sbr. lög
24. okt. 1879, 1. gr. og lög 18. des. 1897).
Ennfremur eru öll þessi skip skyld til, áður en þau
sigla inn á höfn hjer á landi, að draga grænt flagg ‘)
upp í topp á stóru siglunni eða hvítt, ef grænt flagg er
ekki til á skipinu (sjá lög 1875, 3. gr.). Með auglýsing
30. des. 1887 hefur ráðgjafinn fyrir ísland skorað á menn,
að hafa gula sóttvarnarveifu hjer við land, og hefði jafn-
framt átt vel við, að lögunum hefði verið breytt í þessa átt.
Hið sama gildir einnig um skip, þótt engin auglýs-
ing hafi verið gefin út, ef á skipunum eru nmenn, sem
eru veikir af bólusótt eða kóleru, eða hafa verið það ein-
hvern tíma á leiðinni, eða ef ú skipinu eru lík manna,
sem dánir eru af sóttum þessuma; sömuleiðis gildir þetta
um skip, »ef mislingasótt eða skarlatssótt eða aðrar næm-
ar sóttir koma upp á því á ferð þess til íslands«. Orðin
eru nokkuð sundurleit. þannig taka orðin eigi yfir það
ástæði, er menn hafa dáið á skipi af kóleru eða bólusótt,
og lík þeirra eru þegar hafin fyrir borð, en þar sem orð-
in ná yfir samskonar ástæði, þegar um aðrar næmar sótt-
1) Bptir tilskip. 1805. 9. gr. á sóttvarnarveifan að vera í fer-
hyrning og 2 álnir á hvern veg.