Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 25
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
25
þessari grein, að ráðgjaíinn og landsliöfðinginn skuli hafa
vald til þess, að gjöra »sjerstakar fyrirskipanir til þess að
liafa megi nauðsynlegt eptirlit með því, að eigi sje brot-
ið á móti banni því og öðrum ákvörðunum, sem gjörðar
eru eptir þessum lögum og lögum 17. des. 1875«. En
þetta iiggur í eðli málsins, og lilýtur að gilda um alla
beilbrigðisstjórn, hvar sem er á landinu, að hún verðurað
liafa vald til þess, að kveða á um nauðsynlegt eptirlit
með því, að forboð bennar og aðrar ákvarðanir sjeu eigi
brotnar.
I lögum 17. des. 1875, 5. gr. er mælt svo fyrir, að
ráðgjafinn fyrir ísland eða landshöfðingi fyrir hans hönd
skuli hafa vald til að ákveða, að sóttvarnarhús skuli vera
til reiðu á hinum ákveðnu sóttvarnarstöðum, »þar sem
tekið verður við mönnum, sem komnir eru að sjóleiðis og
eru veikir af bólusótt eða kóleru, og hjúkrað að þeim á
haganlegan hátt«. Hjer eru að eins nefndar tvær drep-
sóttir, en ef húsin eru á annað borð útveguð, þá er auð-
sætt, að þau geta eins verið fyrir aðrar næmar sóttir ’).
Ef hús þetta á að vera til reiðu, þá skal hlutaðeig-
andi amtmaður sjá um, að liúsið verði útvegaö, svo og
húsgögn þau, sem með þarf, og skal hann á undan semja
um það við sveitarstjórnir (og þá líka bæjarstjórnir), sem
í hlut eiga og við landshöfðingja »nema kringumstæðurn-
ar heimti, að ráð verði tekin þegar í stað«. þ>aö er eins
um þetta síðasta og um eptirlitið, að það er eigi að eins
amtmaður, sem verður að sjá um, að hús verði útvegað
handa mönnum af skipum með næmar sóttir, heldur verð-
1) Sbr. lhbr. 23. júlí 1880 og 1. des. 1885 (Stj. tíð. 1880. B. bls.
122 og 1885, B. bls. 148).