Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 26
Páll Priem.
!26
ur heilbrigðisstjórnin á liverjum stað (lögreglustjórar og
jafnvel hreppstjórar) að hafa vald og skvMu til þessa, ef
ástæðurnar heimta, að ráð verði tekin þegarí stað. J>etta
liggur í hinum almennu fyrirmælum í 4. gr. laganna, að
heilbrigðisstjórnin skuli gjöra þær ráðstafanir, sem með
þarf til umönnunar sjúklingum og hreinsunar skipsins.
Um hafnsögumenn er svo ákveðið í tilsk. 1805, 14.
gr., að þegar skip ber að landi, sem setja mætti í sótt-
varnarhald, þá skuli þeir vera skyldir til, að fara út að
skipinu, ef það óskar hafnsögu, og hildaust stíga á skip,
ef þess er óskað. Síðan má hafnsögumaður eigi yfirgefa
skipið, fyrri en heilbrigðisstjórnin leyfir það. Meðan hafn-
sögumaður er á skipinu, skal skoða hann sem umsjónar-
mann, sendan af heilbrigðisstjórninni, og því er það skylda
hans, bæði að skýra skipstjóra frá sóttvarnarreglum þeim,
er hann á að haga sjer eptir, og sjá um að reglunum sje
nákvæmlega fylgt, enda ber hann ábyrgð á slíku fyrir
heilbrigðisstjórninni. Borgun fyrir veru sína á skipinu
fær hann eptir nánari ákvæðum heilbrigðisstjórnarinnar.
5. Varúðarreglur við strönd. í lögum 14.
jan. 1876 um skipströnd er svo sagt í 15. gr.: »Nú er
grunsemd um, að næm sótt flytjist inn í landið með skip-
brotsmönnum eða strönduðu góssi, og skal lögreglustjóri
sjá um, að farið sje eptir lögum þeim og reglum, sem
sett eru um sóttvarnir«.
pessi lög og reglur eru bæði hinar venjulegu sótt-
varnarreglur, eptir því sem þær eiga við, og svo eru og
sjerstakar reglur um strönd í tilskipun 1805. I 33 gr.
segir meðal annars svo: Ef skip strandar, þá skal, hversu
sem á stendur, aldrei leggja hindranir í veg fyrir strand-
mennina að frelsa sig til lands. pvert á móti eiga lands-