Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 27
Yfirlit yfir sóttvarnarlög Islands.
i27
menn að gjöra allt, sem í valdi þeirra steudur, til þess að
bjarga mönnum og munurn.
Auk þess eiga menn að skýra lireppstjóra og hann
lögreglustjóra frá óföruir. þeim, sem orðið hafa eða uggvæn
þvkja (sjá lög um skipströnd 14. jan. 1876, 1. og 2. gr.).
Að öðru leyti eiga landsmenn að forðast öll mök við
strandmenn, sem geta liaft í för með sjer, að næmar sóttir
meðal þeirra útbreiðist í landi, þangað til heilbrigðisstjórn-
in hefir rannsakað, hvort ástæða sje til að óttast, að næm
sótt flytjist inn í landið með skipbrotsmönnum. Ef eigi
þarf neitt að óttast í þessu efni, þá þarf eigi að liafa
neina varúð við skipbrotsmenn fremur en aðra heilbrigða
menn. En ef ástæða er til að ætla, að sóttnæm veikindi
sjeu meðal skipbrotsmanna, þá verður heilbrigðisstjórnin
að gjöra það , sem með þarf, bæði til þess að sjá um
skipbrotsmenn og varna útbreiðslu sýkinnar. 1 tilskipun
1805, 33. gr. eru nákvæm fyrirmæli um, hvað gjöra skuli,
að því er snertir skipbrotsmenn, en það verður að álíta,
að þau ákvæði sjeu úr gildi numin með sóttvarnarlögum
1875, 4. gr. Hið sama verður að gilda um hin nákvæmu
fyrirmæli greinarinnar um strandmunina. Heilbrigðis-
stjórnin verður að hafa vald til þess, að gjöra það, oemi
með þarf; þetta verður bæði að byggjast á lögunum 1875,.
en að svo miklu leyti sem þessi lög ná ekki yfir strand-
menn og strandmuni, verður tilskipunin 1805 að gilda.
Fyrir því skulu hjer tekin fram nokkur atriði úr þessari
tilskipun.
Ef nokkur minnsta ástæða er til grunsemdar um út-
breiðslu næmra sótta, þá mega landsménn ekki eiga neitt
við skipið eða strandmunina nema það, sem nauðsyn-
legt er, til að bjarga lífi manna, fyrri en hreppstjóri eða.