Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 28
28
Páll Bricm
lögreglustjóri hafa kveðið á um það. hvort bjarga skuli eða
ekki. Heilbrigðisstjórnin getur sett sjerstakan mann til að
sjá um, að allt fari í röð og reglu: húngetursett strand-
mennina í sjerstakt hús; hún getur sett vörð um þetta
hús; hún hefir jafnvel heimild til að láta brenna strand-
munina, ef þess er þörf, eða eyða þeim á annan hátt, og
er enginn rjettur til skaðabóta fyrir slíkt; er því bætt við
í 33.gr.; «Fvrir því verður sjerhver maður að sjá sjer
farborða, þegar svo ber undir, með því að vátryggja muni
sína nægilega, þareð hann annars verður að kenna sjer
um skaða þann, sem afhlýtst«. í tilskipun 1805, 34. gr.
er ákveðið, að þegar lausir munir reka í land, er menn
eigi vita livaðan koma, þá skuli fara með þá eins og
strandmuni, og þegar lík manna reka af sjó, án þess að
skip strandi, þá verður að fylgja sóttvarnarreglunum eptir
því, sem þeim verður við komið (sjá 36. gr.)
6. Kostnaður, viðurlög o. fl. Kostnaður við
sóttvarnir skal greiðast af landssjóði samkvæmt lögum 17.
des. 1875. 6. gr., sbr. lög 24. okt. 187!), 1. gr., með því
talinn kostnaður við að útvega sóttvarnarhús og gjald til
læknis, að því er snertir herskip. Aptur á móti eiga skip,
sem sóttvörnum þarf að beita við, að borga kostnað við
læknisrannsóknina, lækning og aðhjúkrun sjúklinga, greptr-
unarkostnað og hreinsun skipsins. Skipið skal vera að
veði fyrir borguninni, og auk þess skal setja trygging fyrir,
að kostnaður þessi verði greiddur, áður en nokkur á skip-
inu er settur í land.
Allt, sem reynt er til að flytja eða fiutt er í banni
ráðgjafa eða landshöfðingja, skal vera upptækt, og má
eyða því sökum sóttnæmis eða selja það, og rennur and-
virðið þá í landssjóð (sjá lög 1879, 4^ gr.).