Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 30
30
Páll Briem.
Ef menn aptur á móti valda næmum sjúkdómi eða
dreifa honum út, án þess að það sje gjört af ásettu ráði,
þá er komið undir því, hvort menn brjóta lög eða varúð-
arreglur yfirvalda eða ekki.
Ef lög eða varúðarreglur eru ekki brotin, þá er mað-
urinn sýkn, en að öðrum kosti heyrir brot lians undir
293. gr. hegningarlaganna og varðar fangelsi eða betrun-
húsvinnu allt að 2 árum.
Loks þarf að atliuga, hvernig fer, þegar menn að
vísu eigi valda næmum sjúkdómi eða breiða hann út, en
að eins brjóta sóttvarnarlögin eða varúðarreglur yfirvald-
anna.
|>ess ber þá fyrst að geta, að brot gegn lögum 17.
des. 1875 og lögum 24. okt. 1879 varða sektum allt að
200 kr., og hið sama gildir um brot á móti ákvörðunum
þeim, sem heilbrigðisstjórnin setur samkvæmt lögum
þessuro.
Annars eru þessi lög eigi vel ljós eða nægilega víð-
tæk. Eptír 4. gr. í lögum 1875 virðist svo, sem heilbrigð-
isstjórnin getí fyrst gjört ráðstafanir til sóttvarna, þegar
búið er að gjöra læknisrannsókn á skipi með grunsöm
veikindi, og að þessar ráðstafanir hennar eigi að eins að
vera fólgnar í því, að láta annast um sjúklingana og að
láta hreínsa skipið. En það er auðsætt, að lieilbrigðis-
stjórnin þarf að gjöra fleirí ráðstafanir, og að þær eiga að
geta náð yfir allt, sem þarf að gjöra, eins og áður er
sagt.
í lögum 17. des. 1875, 1. gr., sbr. 3. gr. er að eins sagt,
að skip skuli leita hafnar í sóttvarnarstöðunum og draga
upp sóttvarnarveifu, ef mislingar, skarlatssótt eða aðrar
næmar sóttir komi upp í því »á ferð þess til íslands».