Lögfræðingur - 01.01.1898, Side 34
34
Páll Briem.
því er snertir samgöngubann, er síðar mun verða rætt um
(7. og 10. gr.).
Amtmaður hefur á hendi í sínu amti stjórn sótt-
varna gagnvart útlöndum, og í erindisbrjefi landlæknis
35. febr. 1834, 24. og 25. gr. er gjört ráð fvrir því,
að amtmaður ásamt landlækni hafi á hendi stjórn
allra sóttvarnarmála í amtinu. I erindisbrjefi landiæknis
24.gr. og í erindisbrjefi hjeraðslækna í Danmörku 4. mars
1818, 23. gr., sem á að gilda hjer á landi samkvæmt
konungsúrskurði 25. febr. 1824, er svo fyrir mælt, að þeir
eigi eptir samráði við hlutaðeigandi amtmann að leg'gja
til, hvað gjöra skuli til varnar og gjöreyðingár skæðum
landfarsóttum. fetta getur eigi samrýmst við sóttvarn-
arlögin 1896; eptir þessum lögum hefur amtmaður eigi
lengur neitt vald í sóttvarnarmálum innanlands.
í lögunum er hvergi gert ráð fyrir því, hvernig að
skal fara, ef læknir er eigi fær um að gjöra ráðstafanir
til varnar sjúkdóminum, eins og stundum vill til, þegar
læknir er hættulega veikur og jafnvel af öðrum ástæðum.
Að vísu segir svo í 1. gr., að, ef læknir geti eigi leyst
það starf af hendi, er lögin leggja honum á herðar, þá
skuli landshöfðingi sjá um, að einn eða fleiri læknarverði
settir honum til aðstoðar. þ>að er því mögulegt að
bæta úr þessu, en þetta getur tekið nokkuð langan tíma
sumstaðar á landinu, og lítil líkindi til að sjúkdómurinn
bíði við á meðan.
2. Sóttvarnarsjúkdóm ar. Eptir 2. gr. í lög-
unum 1896 eru að eins nokkrar sóttir lögskipaðir sótt-
varnarsjúkdómar. Eru það kólera, gul hitasótt, útbrota-
taugaveiki, bólusótt, mislingasótt, skarlatssótt og austur-
lensk pest. Yfirvöldum þeim, sem sóttvörnum ber að