Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 35
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
35
stýra, er jafnan skylt að beita sóttvörnum gegn þessum
sóttum (2. gr.).
Svo eru ýmsir næmir sjúkdómar, sem eigi skal beita
sóttvörnum gegn eptir lögunum 1896. þ>etta gildir um
alla langvinna næma hörundssjúkdóma, svo sem holds-
veiki. sárasótt, geitur, kláða, reform o. fl.x).
1) Akvæði til varnar gegn þessum sjúkdómum hafa verið
mjög lítil.
Hið helsta ákvæði til varnar gegn útbreiðslu lioldsveik-
innar var bann gegn því, að holdsveikir menn eða þeir, sem
veikin byggi í, mættu giptast (konuugsbrjef 28. mars 1776,
sbr. kgsbr. 7. des. 1827), en á þessu ári (4. febr.) hafa verið sett
lög til varnar gegn útbreiðslu þessa sjúkdóms.
Um sárasótt vantar aptur á móti nálega öll ákvæði, nema
fyrirmælin í ermdisbrjefi landlæknis 25. febr. 1824, 29. gr.,
sem þó veita ekkert vala i þessu efni. Hjer á landi vantar
alveg lagafyrirmæli, sem eru lík hinum dönsku lögum um
sárasótt 10. apr. 1874; af þessu'hefur leitt, að yfirvöld lands-
ins hafa orðið að gjöra ráðstafanir gegn útbreiðslu sýkinnar,
án þess að ráðstafanirnar væru lögum samkvæmar. sbr. ráð-
gjafabrjef 7. jan. 1870 (sjá Tíð. um stjórnarmálefni, III. bls. 1),
og þar sem ekki má búast við því, að yfirvöldin gjöri eptir-
leiðis slíkar ráðstafanir, þá geta afleiðingar þessa lagaleysis
orðið næsta skaðlegar. enda sjest á skýrslu landlæknis um
heilbrigði manna á Islandi 1896, að hin vægasta tegund
sárasóttarinnar (gonorrhoea) er farin að ná útbreiðslu
hjer á landi (Stj. tíð. 1897, C). — J>ar að auki vantar
fullgilt hegningarákvæði um þessa tegund sárasóttar-
innar. því að 181. gr. dönsku hegningarlaganna, sem nær
yfir allar tegundir sárasóttarinnar, hefur að vísu verið orð-
rjett tekin í danska texta 182. gr. ísl. hegningarlaganna, en
í íslenska textanum er greinin eigi rjett útlögð, svo að þessi
grein tekur að eins yfir hinar verri tegundir þessarar við-
bjóðslegu sýki.
Sullaveikina má telja næman sjúkdóm. Samkvæint lögurn
3*