Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 37
Yfirlit yfir sóttvarnarlög Islands.
37
Skæður sjúkdómur er sama sem drepandi sjúkdómur,
og að sjúkdómurinn gangi víða er sama, sem að hann sje
talsvert útbreiddur. Eptir þessum orðum laganna á því
að draga, að setja varnir við sjúkdómum þessum, þangað
til fólk er farið að deyja svo úr þeim, að segja megi
að sjúkdómurinn sje skæður, eða ef hann eigi er skæð-
ur, þá sje að minnsta kosti beðið með sóttvarnirnar,
þangað til hann er orðinn talsvert útbreiddur.
Að öðru leyti má geta þess, að sjerstök varnará-
kvæði gilda um barnaveiki og taugaveiki jafnvel fram yfir
alla aðra sjúkdóma, eins og bráðum mun sagt verða.
3. Varúð áður en sóttvarnir eru fyrir-
skipaðar. Aður en sóttvarnir eru fyrirskipaðar aflands-
höfðingja eða læknum, má auðvitað enginn af ásettu ráði
valda næmum sjúkdómi eða því að hann dreifist út. Við
slíku liggur sama hegning sem fyrir manndráp og líkam-
legar meiðingar, eins og áður er sagt. Að öðru leyti er
eigi ákveðið í lögum, að menn skuli almennt gæta var-
úðar með næma sjúkdóma innanlands, áður en yfirvöld
hafa ákveðið, að sóttvörnum skuli beita gegn þeim. Með
sóttvarnarlögunum 1896 hefur slík almenn varúð jafnvel
eigi verið fyrirskipuð, að því er snertir lögskipaða sótt-
varnarsjúkdóma.
þaö eru að eins nefnd tvö tilfelli, þar sem varúð á
að hafa, áður en sóttvarnirnar eru fyrirskipaðar. Annað er
það, þegar barnaveiki gjörir vart við sig á einhverju heim-
ili; þá mega börn af heimilinu eigi ganga í skóla, fyrri
en þau fá vottorð læknis um, að eigi sje hætt við sótt-
næmisútbreiðslu frá þeim (9. gr.). Hitt tilfellið er það,
að farþegjaskip má eigi nota til að flytja sjúklinga, er hafa
hina lögskipuðu sóttvarnarsjúkdóma eða hafa barnaveiki