Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 38
Páll Briem.
38 *
eða taugaveiki, nema fylgt sje þeim fyrirmælum, er skip-
um ber að fara eptir við slíkan íiutning (4. gr.).
í lögunum eru að öðru leyti eigi fyrir skipaðar neinar
varúðarreglur, er menn eigi að hafa, áður sóttvarnir eru
ákveðnar af landshöfðingja eða læknum. J>að er þannig
hvergi bannað, að sjúklingar með bóluveiki, mislinga eða
aðra lögskipaða sóttvarnarsjúkddma, hvað þá heldur aðra
sjúkdóma, svo sem taugaveiki, barnaveiki o. sv. frv. megi
liafa samgöngur við fólk, ferðast um sveitirnar o. sv. frv. —
Lögin fyrirbjóða að barn með barnaveiki fari í skóla,
en það má laganna vegnagangaað skólanum, blanda sjer í
leiki með öðrum bornum, fara á aðra bæi, í kirkju, á
dansleiki með öðrum börnum o. sv. frv. |>ar sem skólar
eru, getur ákvæði laganna, ef til vill, komið að ein-
hverju liði, en barnaskólar eru í fæstum sveitum þessa
lands, og þar er þetta ákvæði auðvitað einkisvert. [A-
kvæðin um farþegjaskipin verða einnig að minna liði en
skyldijaf því að hjer á landi eru eigi til nein fyrirmæli,
er farþegjaskipum ber að hafa við fiutning á sjúklingum
þeim, sem áður erú nefndir, og í lögunum er engum veitt
vald til að setja reglur um slíkan flutning.
I>að er því auðsætt, að lögin sjálf veita landsmönn-
um hjer um bil enga vernd móti útbreiðslu jafnvel hinna
skæðustu drepsótta, en þau veita heimild til, að þessi
vernd verði veitt, eða svo að orð laganna sje höfð, til
þess að fá »settar varnir við« sjúkdómunum. Fyrir því
skal athugað, hvernig þessi setning má verða, því að það
er ekki alveg fyrirhafnarlaust,
4. Sóttvarnarsetning. Hið fyrsta stig til þess
að fá settar sóttvarnir, þegar sóttvarnarsjúkdómar koma