Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 42
42
I’áll Briem
ekki að eins »að banna mönnnrn að neyta fæðu, sjerstak-
lega mjólkur, er staðið hefur lijá sjóKlingum«, eins og
stendur í 8. gr., heldur til að gjöra allar nauðsynlegar
og m'ögulegar ráðstafanir, svo framarlega sem lögin eigi
mæla fyrir á annan hátt.
Eins og áður er tekið fram, má læknir eigi skeraupp
lík eða jafnvel rannsaka parta af | ví, nema lögreglustjóri
ákveði svo, og í samræmi við jietta er einnig ákveðið í
lögunum, að læknir megi ekki banna samgöngur, heldur
verður hann að leita í því efni til hreppstjóra eða lög-
reglustjóra.
pessar sóttvarnir setur lögreglus+jóri og hreppstjóri,
en auðvitað samt eigi nema eptir tillögum læknis. A-
kvæðin í lögunum um vahl þeirra eru samt svo þröng-
tæk, að vafi er á, hvort lögreglustjóri liefur rjett til, að
skipa samgöngubann í öllum greinum, og því verður að
setja hjer ákvæði laganna.
í upphafi 7. gr. segir svo: »Ef sjúklingur er ekkí
fluttur frá heimili sínu, getur lögreglustjóri eða hreppstjórí
eptir tillögu læknis bannað öllum nema heimilismönnum
að koma á bústað hans, hús eða bæ«.
I 10. gr. segir svo: »1 sveitum og bæjum, þar sem
sjúkdómurinn gengur, svo og í nærsveitunum getur lög-
reglustjóri eða hreppstjóri, ef læknir fer fram á það, skip-
að að loka skuli skólum (almennum og einstakra manna)
og bannað almenna mannfundi, opinberar skemmtisam-
komur og aðrar samkomur (dansleiki, brúðkaupsveislur og
þess háttar), þar sem margir menn koma saman í húsi.
Einnig má banna messur og líkfy]gdir«.
Loks segir svo síðast í 7. gr.: »þ>egar mjög mikil
liætta vofir yfir, getur logreglustjóri eptir tillögum læknis