Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 43
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
4;í
skipað fyrir, að afkvía skuli lieila kaupstaði, kauptún og
þorp eða hluta þeirra svo og önnur stór svæði, og skal
hann annast nauðsynlegar ráðstafanir um samgöngubann«.
í þessum greinum er ekki talað um vald til að banna
sjúklingnum, að fara á aðra bæi eðahús eða í heild sinni
að hafa samgöngur við fólk almennt, og heldur ekki er
talað um vald til að banna heimilisfólkinu samgöngur við
aðra menn.
Að vísu fylgir þetta með, þegar lögreglustjóri lætur
afkvía stærri eða minni svæði, en eptir orðunum getur
hann að eins gjört það, þegar mikil hætta vofir yfirT og
þess vegna virðist rjettara, að læknirinn haíi lieimild til að
banna sjúklingnum samgöngur og heimilisfólki hans.
J>etta getur í fyllsta mæli kallast nauðsynlegar ráðstafan-
ir, sem liann hefur heimild til að gjöra samkvæmt 1. gr.
Að minnsta kosti virðist hann hafa heimild til að banna
sjúklingi samgöngur, þar sem hann hefur heimild til, að
taka hann og flytja hann af heimilinu samkvæmt 6. gr.
Ef einhver er í vafa um það, hvort læknir eða lög-
reglustjóri hefur vald til, að banna sjúklingi eða heitnilis-
fólki hans samgöngur, þá er enn eptir það ráð, að þeir
báðir banni þetta, læknirinn út af fyrir sig og lögreglu-
stjórinn eptir tillögum læknisins.
þ»egar sóttvarnir eru settar, skal hjeraðslæknir skýra
landshöfðingja frá, hvort sem er að ræða um lögskipaða
eða lögleyfða sóttvarnarsjúkdóma; skal læknir gjöra þetta
svo fljótt, sem verða má, og senda hraðboða, ef brýna
nauðsyn ber til (2. gr.).
fegar samgöngubann er ákveðið í hjeraði, skal og
skýra æðri yfirvöldum frá því svo fljótt, sem unnt er.
Síðan ákveður landshöfðingi eptir samráði við land-