Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 44
44
Páll Briem.
lækni, hverjum vörnum skuli beita gegn hinum lögskipuðu
sóttvarnarsjúkdómum, en ef um aðra sjúkdóma er að ræða,
hvort nokkrum vörnum skuli beita, og ef hann ákveður
svo, þá hverjum vörnum skuli beita (2. gr.).
Landshöfðingi tilkynnir svo hlutaðeigandi lækni á-
kvæði þau, er hann gjörir, og þá falla auðvitað ráðstaf-
anir læknis úr gildi að svo miklu leyti, sem þær eigi
verða að gilda jafnhliða ákvæðum landshöfðingja.
j>egar þetta allt er komið í kring, má heita að gjörð
sje fullnaðarsetning sóttvarnanna.
Eins og ræður að líkindum, ber að auglvsa öll á-
kvæði, er miða til að setja sóttvarnir. Læknir á að aug-
lýsa ráðstafanir sínar á «þann hátt, er honum þykir þurfa».
Akvæði landshöfðingja skal hann auglýsa «á hinn trygg-
asta og hagkvæmasta hátt«, og ákvæði um samgöngu-
bann á að auglýsa «á venjulegan hátt».
jJegar almennum sóttvörnum er lokið, skal einnig
auglýsa það, en eigi er tiltekið í lðgunum, á hvern hátt
það skuli gera (2. og 10. gr.).
Auglýsingu um sóttvarnir má sleppa í vafasömum
sjúkdómstilfellum, og þegar sjúklingum er eingöngu hjúkr-
að í sóttvarnarhúsum, sem nefnd eru í sóttvarnarlögun-
um 1875, 5. gr.
5. Varúð eptir að sóttvarnir eru fyrir-
skipaðar.
I lögunum eru nokkrar reglur, sem menn almennt
verða að fara eptir, þegar sóttvarnir eru settar. Fyrst og
fremst ber að tilkynna lækni, ef sjúkdómursá, sem varnir
eru settar við, kemur upp. á einhverju heimili, eins og áð-
ur er sagt um lögskipaða sóttvarnarsjúkdóma (5. gr.).
Ef sjúkdómurinn gerir vart við sig á einhverju heim-